Smá stats fyrir fellow geeks:
Akvastabil 250 ásamt viðeigandi skáp. T5 lok með 1x 10000K cool white og 1x blárri peru. Eheim 2224 og 200w Tetratec hitari. Búrið, dælan, hitarinn, og sandur keypt notað, hitt nýtt.
Stór drumbur sem er ekki enn sokkinn, festur með spennum við grjót. 2x Vallisneria Spiralis dreift fyrir aftan drumbinn. 2x Echinodorus Bleheri hægra megin, og eitt offshoot vinstra megin að framan. 1x Hygrophilia corymbosa. Braut florinette A töflur í tvennt og setti samtals 3 töflur út í. Vantar á mynd DIY kókflösku CO2 sem ég er að testa, sem bubblar í intakeið (8 bubbl/min.)
Er bara að reyna að vera rólegur fram á föstudag. Ákvað að cycla í viku með Nitrivec og traustum gullfisk og líka einhverju af sandi úr established búri. Ætla að vera með 4-6 Discusa í þessu, byrja með litla. Og svo neon tetrur með. Veit bara ekki hvað ég ætti að fá mér margar neon. Er 30 of mikið?

Einnig, er einhver ryksuga sem er ekki að fara að sjúga sig fasta við Discus eða leggjast á laufblöðin á sverðplöntunum?
Var að hugsa um að hafa kannski skalla með, en æji.. Been there, done that. Þetta með bláu peruna var mistök hjá seljanda. Ætla að sjá til hvort ég held þessu þegar fiskarnir eru komnir í eða hvort ég fæ mér aðra gróðurperu. Vatnið er svolítið skýjað af tannín út af drumbnum, en ég er að fíla það, og fiskarnir eiga sennilega eftir að gera það líka.
(Props til Kela fyrir myndahosting)