Festist bakvið dælu - hjálp?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Festist bakvið dælu - hjálp?

Post by Agnes Helga »

Hæhæ

kk ramirezi minn festist í e-h tíma bakvið dæluna, ekki svo lengi því ég sa hann um kvöldmatarleitið og ég tók eftir því um 11 að hann var hvergi sjáanlegur. Fyrst þegar ég losaði hann af dælunni þar sem hann var búinn að troða sér bakvið hana andaði hann asnalega og datt á hliðina, ég tók hann upp úr í glas og saltaði smá í það. Núna liggur hann svolítið á botninum en andar hægar og nær eðlilegra heldur en asnalega. Komin aaaðeins meiri litur á hann og hann helst beinn en ekki á hliðinni á botninum. Er farinn að synda aðeins núna líka, saltaði smá í búrið þrátt fyrir plönturnar. Eru miklar líkur á að hann drepist í nótt ef hann er skárri núna en áðan? Smá sjokk í gangi hérna.
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

Ég hlakka til Að fá Að vita líka..... Gömlu skallarnir mínir gerðu þetta líka
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

eru þeir dauðir eða lifandi??
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
User avatar
Agnes Helga
Posts: 1580
Joined: 18 Nov 2006, 14:05

Post by Agnes Helga »

Hann er farinn að synda um búrið, andar samt aðeins öðruvísi enn, þýðir það ekki að hættan er liðinn hjá??
450 L amerískar síklíður, 120 L guppy/smáfiska gróðurbúr, 180 L malawii/skjaldböku búr og 85 L seiðabúr
Post Reply