Mig langar að forvitnast hvort að einhver hér þekki eitthvað inn á hægðatregðu hjá fiskum? Ég fann ekkert um það í leitinni en googlaði þó eitthvað tengt því.. langar samt að vita hvort að einhver þekki þetta hér.
Ástæðan fyrir skyndilegum "áhuga" er sú að guppy karl hjá okkur er búinn að vera hálf slappur undanfarið. Hann náði þó loksins að létta af sér furðulega þykkri blöðrulegri "ræmu" og virðist nú vera orðinn mun hressari. Þetta þarf þó ekki að hafa verið hægðatregða hjá greyinu en mig langar samt að forvitnast um þetta svo að maður geti þá allavega reynt að koma í veg fyrir að þetta muni gerast.
Er þetta mjög algengt hjá fiskum og hvernig er best að koma í veg fyrir þetta? Og ef þetta tekur sig upp hvað er hægt að gera? Er eitthvað fóður sem er líklegra til að valda þessu en annað?
Fiskar og hægðatregða
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Þetta er ekki óalgengt og fylgir oft offóðrun og þá jafnvel lélegu fóðri eða fóðri sem passar ekki fiskunum.
Það ætti að duga að gefa minna í einu og/eða skipta um fóður svo þetta gerist síður aftur, gefa td fóður sem inniheldur mikið grænfóður (td Tetra pro vegtable).
Það getur líka verið ágætt að gefa ekkert einn dag í viku svo fiskarnir hreinsi sig frekar.
Það ætti að duga að gefa minna í einu og/eða skipta um fóður svo þetta gerist síður aftur, gefa td fóður sem inniheldur mikið grænfóður (td Tetra pro vegtable).
Það getur líka verið ágætt að gefa ekkert einn dag í viku svo fiskarnir hreinsi sig frekar.