munnbit?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

munnbit?

Post by malawi feðgar »

já góðan daginn.

vitið þið hvort fiskarnir eru að berjast eða merkir það um að þau séu að parast þegar þau eru að bíta í munnin hvort á öðru á fullu, og munnurinn er orðinn sárugur núna.

þetta er kalla og kelling af sömutegund.

með fyrirfram þakkir um svör.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

slagsmál.... tilhugalíf er meira hristingur og dans.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

já þeir hrista sig á fullu og fara svo að bíta hvorn annan.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

fyrst ég var að kommenta þá held ég bara áfram... það hjálpar örugglega að segja hvaða fiskar þetta eru en mér finnst þetta hljóma sem misheppnað tilhugalíf ef bæði eru með áverka eftir lætin. þær tegundir sem ég hef verið með eru ekki að berja hvort á öðru akkúrat á meðan hrygningartaktarnir eru í gangi, síðan getur allt endað í slagsmálum ef að annar fiskurinn er að verja hrognin.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Margar sikliður gera þetta og það er líklega til að kanna styrkinn hjá makanum og fullvissa sig um að hann sé fær um að taka þátt í uppeldinu.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

þetta eru demosoni.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

malawi wrote:þetta eru demosoni.
Þá þykir mér líklegt að þetta séu tveir kk að berjast, mbuna sikliðu pör bítast vanalega ekki á, ef ég man rétt.
Post Reply