Hornsíli?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Hornsíli?

Post by Jakob »

Hvenær byrja hornsíli að hrygna á vorin?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Fyrsta niðurstaða á google þegar maður skrifar hornsíli:
Hrygning: Hornsílin hrygna á vorin, í maí og júní. Þegar kemur að hrygningu fer hængurinn að safna slýþráðum og býr til úr þeim kúlulaga hreiður. Hann límir saman þræðina með slími úr nýrunum og festir það við botninn með sandi, loks laðar hann að sér hrygnurnar sem síðan smeygja sér inn í hreiðrið og gjóta hluta af sínum 100 – 400 eggjum. Þá kemur að hængnum sem drífur sig í hreiðrið og frjóvgar eggin og lagar þau svolítið til og hleypir síðan næstu hrygnu í setrið sem getur tekið allt að sjö hrygnur í runu. Hængurinn stendur oft í óeirðum við aðra hænga um hylli hrygnanna og stendur hann í stórræðum við að verja hreiðrið og er þá hornunum óspart beitt. Hann myndar straum að hreiðrinu með eyruggunum og klekjast eggin á 4 – 27 dögum, fer eftir hitastigi. Seiðin eru um vikutíma í hreiðrinu en dreifast síðan og lifa á ýmsum smádýrum.
http://www.heimaslod.is/index.php/Horns%C3%ADli
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Jæja, takk samt fyrir þetta.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply