Ég er kominn langt á leið með að smíða búrið, ég á bara eftir að kaupa glerið og líma það í og festa síðan toppinn á.
hér eru nokkrar myndir af ferlinu.
Grindin - Smíðuð úr 2"x4"
Allt gert klárt til að mála
að bera fyrstu umferðina vel útþynnta á. "Sundlaugargrænt"
Spónarplata undir botnplötunni
erum að stilla þessu upp, kíkja hvort allt passi og svona.
Búnir að fræsa fyrir glerið, raufin er 8mm djúp og 16mm breið. Glerið verður 14mm samkvæmt formúlu sem ég fann hér http://www.theaquatools.com/building-your-aquarium
búnir að kítta og byrjaðir að skrúfa saman.
Nóóg af skrúfum og kítti á milli náttúrulega.
bakhliðin
Kíttaði þetta vel með bostic super fix sem ég fékk í múrbúðinni.
Það fóru um 4 túpur í þetta sem komið er.
Búinn að mála skápinn og fl svartann eina umferð.
Þarna á ég eftir að saga úr toppinum.
Þarna er ég búinn að saga úr toppinum og er að fara að taka mál af glerinu.
Ég er ekkert búinn að ákveða hvaða fiskar eiga að vera þarna. Einhverjar uppástungur?
Ég er að hugsa að gera bakgrunn úr frauðplasti og múra yfir það.
Getur einhver sagt mér til um hvernig hreynsibúnað ég ætti að hafa.
Ég var að spá í að leggja rör í botninn (í sandinn) og gata það vel og láta dælu sjúga vatn inn í rörið og í filter.
Ég ætla að setja 4 flúorperur í þetta og smíða lok yfir.
Allar ábendingar vel þegnar.
Kv Helgi