Betta Fish / Siamese Fighting Fish
Rakst á þessar greinar á squidoo og fannst þær mjög góðar og vildi því deila þeim með ykkur. Það eru líka rosalega flottar myndir þarna og vidjó. Á Betta Breeding síðunni eru líka linkar á flotta fiska til sölu á eBAY.
Vá, maður verður nú meira en lítið ruglaður af að lesa um bettur. Ýmist er sagt að maður VERÐI að salta vatnið til að koma í veg fyrir white spot og bakteríusýkingar eða að vatnið VERÐI að vera mjög mjúkt og telitað (mælt með möndluviðar laufi, eikarlaufum o.s.frv.). Sumir fullyrða að bettur hafi það fínt í ltlum krukkum en aðrir eru jafn vissir um að það sé alveg ómögulegt...
Ég er hrifinn af bardagafiskum , og hef aðeins dundað mér að rækta þá. Mín reynsla er sú að Bettur eru frekar erfiðir fiskar . Þeir ganga alls ekki með nörturum , ganga ekki heldur vel saman hvorki kk + kvk, alls ekki kk+ kk og kvk + kvk gengur einna helst , samt er alltaf smá bögg. Mín reynsla af Bettum er að, þegar þær eru stressaðar eru þær ótrúlega viðkvæmar fyrir sýkingum. Ég hef lent í slæmum bacteríu og sveppa veseni. Salt hefur reynst mér vel til að byrja með . þegar ég hef fengið nýja Bettu. Og í seiðabúr með þeim. Kosturinn við Bardagafiska er sá að þeir þurfa ekki stórt búr og geta verið ótrúlega gæfir , skemtilegir og fallegir fiskar. Ég mæli samt með að hafa 1 KK stakan eða með kannski litlum tetrum í frekar litlu búri. Svo er mjög gaman að sjá alla hrygningar athöfnina hjá þeim. Snilldar fiskar með karakter .