Ég er með 5 discusa í 250l búri með 20 neon tetrum. Kellingin er búin að hryggna. Var að spá hvort það væri séns að ná seiðum upp þegar aðrir fiskar eru í sama búri? Ef einhver er fróður um þetta má hann endilega ráðleggja mér hérna eða í ep
Á hánn blómapott....það er að verða komnir tveir sólahringar síðan kellan hryngdi og hrognin virðast enþá vera frjó. Kallinn heldur hinum discusunum útí hinu horninu.
Það gengur oft að færa parið og hrognin í sér búr með vatni úr upphaflega búrinu. Filterinn þarf þó að vera í góðu lagi til þess að halda vatnsgæðum góðum í nýja búrinu.
Það eru litlar sem engar líkur á að þau komi svo mikið sem einu seiði á legg í búri með öðrum fiskum.
keli wrote:Það gengur oft að færa parið og hrognin í sér búr með vatni úr upphaflega búrinu. Filterinn þarf þó að vera í góðu lagi til þess að halda vatnsgæðum góðum í nýja búrinu.
Það eru litlar sem engar líkur á að þau komi svo mikið sem einu seiði á legg í búri með öðrum fiskum.
Þau eru ein í búri núna. Hrognin búin að klekjast út og það eru komin um 30 seiði.
keli wrote:Það gengur oft að færa parið og hrognin í sér búr með vatni úr upphaflega búrinu. Filterinn þarf þó að vera í góðu lagi til þess að halda vatnsgæðum góðum í nýja búrinu.
Það eru litlar sem engar líkur á að þau komi svo mikið sem einu seiði á legg í búri með öðrum fiskum.
Þau eru ein í búri núna. Hrognin búin að klekjast út og það eru komin um 30 seiði.
Magnað! Gangi þér vel með þetta
Besta við Discusinn er sennilega að þú þarft ekki að hafa miklar áhyggjur af seiðafóðri til að byrja með. Samt örugglega sniðugt að fara að redda sér artemíu til að eiga og læra að klekja þær.
Þetta er soldið stórt búr fyrir svona lítil seiði og kannski frekar mikil hreyfing á vatninu. Dælan dælir um 1200l/h í 250l búri, kannski of öflug fyrir búrið ég veit það ekki.
ég ætla gera eitt minna búr tilbúið fyrir seiðin sem er um 60l.
Eitt seiði eftir öll hin dauð. Frekar leiðinlegt að sjá þau hrynja svona niður. það. þau liggja á botninum með og reyna að synda upp en hafa ekki kraft og drepast
Já þú ættir að prófa það og hafa meiri vatnaskipti þau eru alveg svakalega viðkvæm þessi seyði en ég skipti út vatni einsinni á dag alveg rúmlega helmingnum i allavega 6 vikur og sérstaklega þegar ég fór að gefa artemiu þa skipti ég út stundum tvisvar en samt sem áður var sandur allan timan hjá mér og ég kom upp minum seyðum sem ég á enn þann dag i dag og eru orðnir stórir og pattaralegir
Mæli með að þú spjallir við Svavar eða Viglin fyrir næstu hrygningu. Þeir hafa verið að rækta þetta í stórum stíl. Efast um að þeir taki illa í að þú sendir þeim einkapóst