
Smá pistill um daginn:
Ég var búinn að fá smið til að sérsmíða fyrir mig skáp undir búrið en honum tókst ekki að redda því á réttum tíma þannig ég kíkti í Góða hirðinn og fékk fínan skáp þar, svona þar til ég fæ mér einhvern betri.
Nema hvað mér fannst hann ekki alltof traustur.
Myndir af skápnum:


Eins og sést stendur hann á ekki svo sterklegum löppum og þykktin á viðnum í skápnum er bara 2cm.
Það er þó smá burðarspýta í miðjunni en þunginn frá henni lætur skápinn síga aðeins niður þannig það varð erfitt að opna og loka hurðunum.
Ég leysti það með því að saga til spýtukubb og skellti undir miðjan skápinn, núna er semsagt nokkuð jöfn þyngdardreifing.
Svo skrúfaði ég 8 vinkla í hornin að innanverðu til að festa hliðarspýturnar betur við botninn og toppinn, svona svo hliðarnar ýtist ekki út:

Það sést líka á myndinni hvernig viðurinn er festur saman með 45° hornum. Ekki gert fyrir miklar þyngdir.
En hvað haldiði með þennan skáp?
Ég er búinn að fylla tæplega hálft búrið og þori ekki meir í bili.

Svo fékk ég sand með búrinu, en ég þreif hann ekki, lét bara drulluga vatnið sem var í sandfötunni leka frá fyrst og mokaði svo í búrið.
Þarf ég kannski að þrífa sandinn?
Ég er búinn að þrífa nýju dæluna en skellti dælunni úr litla búrinu í því vatnið er svo gruggugt:

Öll hjálp og athugasemdir vel þegnar
