Já þetta hljómar vel hjá þér, ég hef verið að skipta út 50% vikulega og hreinsa þá oftast með malarsugu mesta skítinn úr botninum, og hreinsa dæluna algjörlega svona 1 sinni í mánuði, þetta er of mikil þrif hjá mér, ég finn það strax núna þegar ég er ekki búin að þrífa dæluna í 3 vikur, þeir líta betur út. En í þessum minni búrum hjá þér, ertu þá bara með loftstein, eða ertu með dælu líka? ég er bara með eitt búr, en ég á fullt af minni og fötur og svona því búrið er að fyllast hjá mér, heldurðu að það sé ekki nóg að vera með loft og enga dælu í 10Lítra fötu?
endilega senda hvað ykkur finnst
ég er með ca 30 - 40 sverðdraga, þrjá gúbbí, nokkra platy, anchistru og 4 kardinála