Diskusar
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Diskusar
Ég keypti 6 diskusa í Fiskó og setti þá í nýja 1300 lítra búrið mitt. Fyrstu dagana voru þeir bara í felum - svo núna eru nokkrir af þeim farnir að haga sér einkennilega, þeir synda um og klessa á og liggja á botninum.
Veit einhver hvað er að?
Vatnið er um 30°C
ég skipti um 50% af vatninu áðan
Veit einhver hvað er að?
Vatnið er um 30°C
ég skipti um 50% af vatninu áðan
Mér dettur helst í hug að það gæti eitthvað verið að leka í vatnið? Fúan t.d.?
Annars ættu þessi stóru vatnsskipti að gera mjög gott.
Eru þeir að éta vel hjá þér?
Annars ættu þessi stóru vatnsskipti að gera mjög gott.
Eru þeir að éta vel hjá þér?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Discusar eru alltaf feimnir fyrst og húka útí horni, með trýnið aðeins niðurávið. En ef sundtökin eru eitthvað öðruvísi en það þá er ástæða til að skoða málið. Eru allir discusarnir svona?
Búinn að prófa blóðormana?
Búinn að prófa blóðormana?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
borgar sig líklega að vera duglegur að skipta um vatn svona fyrst á meðan búrið er að komast í gang.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Þetta er það sem maður settar sig upp í þegar maður kaupir Discus í nýtt búr. Vesen og leiðindi. En það er gaman þegar vel gengur.
Grunar að Keli hafi rétt fyrir sér, því ef það er eitthvað að vatnsgæðunum þá er Discus eins og kanarífugl í kolanámu. Rosalega viðkvæmir. Vandamálið er þessi bakgrunnur og hvað hann gæti verið að hleypa í vatnið. Ekkert vatnstest til fyrir það.
Ég keypti einmitt 4 discus af Fiskó fyrir rúmum mánuði. Dó reyndar bara einn hjá mér. Og tveir sem eftir lifa eru með eitthvað vesen í tálknunum. Veit ekki enn nákvæmlega hvað er að. Líka vesen að þessir Discusar sem við erum með eru svo pínulitlir, að þeir eru þeim mun viðkvæmari.
Varðandi feimni og felugirni, þá er gott að fá sér einhverjar litlar tetrur sem synda í torfum um búrið, það róar Discus niður þar sem tetrurnar virka eins og öryggiskerfi fyrir þá. Þeir geta fylgst með ferðum þeirra til að sjá hvort það sé einhver hætta. Ég er með neon hjá mér, en mér skilst að Rummynose séu jafnvel skemmtilegri, þar sem þeir synda eins og einn hugur sé að baki. Búrið mitt varð ekki skemmtilegt að horfa á fyrr en ég fékk neonana.
Síðan mæli með að þú skoðir þennan þráð og búir til gott fóður fyrir Discusana þína: Gourmet. Mjög próteinríkt og ódýrt.
Grunar að Keli hafi rétt fyrir sér, því ef það er eitthvað að vatnsgæðunum þá er Discus eins og kanarífugl í kolanámu. Rosalega viðkvæmir. Vandamálið er þessi bakgrunnur og hvað hann gæti verið að hleypa í vatnið. Ekkert vatnstest til fyrir það.
Ég keypti einmitt 4 discus af Fiskó fyrir rúmum mánuði. Dó reyndar bara einn hjá mér. Og tveir sem eftir lifa eru með eitthvað vesen í tálknunum. Veit ekki enn nákvæmlega hvað er að. Líka vesen að þessir Discusar sem við erum með eru svo pínulitlir, að þeir eru þeim mun viðkvæmari.
Varðandi feimni og felugirni, þá er gott að fá sér einhverjar litlar tetrur sem synda í torfum um búrið, það róar Discus niður þar sem tetrurnar virka eins og öryggiskerfi fyrir þá. Þeir geta fylgst með ferðum þeirra til að sjá hvort það sé einhver hætta. Ég er með neon hjá mér, en mér skilst að Rummynose séu jafnvel skemmtilegri, þar sem þeir synda eins og einn hugur sé að baki. Búrið mitt varð ekki skemmtilegt að horfa á fyrr en ég fékk neonana.
Síðan mæli með að þú skoðir þennan þráð og búir til gott fóður fyrir Discusana þína: Gourmet. Mjög próteinríkt og ódýrt.
Eimmitt, í nýjum búrum eiga flestir fiskar erfitt þó þau séu stór og flott. Reyndar er þetta sennilega allt of stuttur tími til að fiskarnir geti verið að drepast vegna nitrat/nitrit vandamála og líklegra að einhver pH eða vandamál tengd bakgrunninum séu að angra þá, þetta gætu líka verið einhver sníkjudýr eða sýkingar sem fylgt hafa úr búðinni og herja á fiskana við flutninga enda á mótstöðuaflið undir högg að sækja við breyttar aðstæður sérstaklega hjá yngri diskusum.Sven wrote:gæti ekki verið að þetta sé bara vegna þess að það er ekki kominn stöðugleiki á vatnið í búrinu. Vantar alla bakteríuflóru og því væntanlega talsverðar sveiflur á vatnsgæðunum. Þetta gæti farið mjög illa í þessa viðkvæmu fiska.
Gæti líka verið eitthvað með vatnið úr tjörninni. Það er ekkert víst að fiskarnir þar séu í góðu lagi, og hugsanlega eitthvað komið með úr tjörninni. Svosem ekkert víst, en hugmynd.
Bakteríuflóran er líka lítið í vatninu, heldur mest á yfirborðum, t.d. möl, dúk, dælu osfrv.
Bakteríuflóran er líka lítið í vatninu, heldur mest á yfirborðum, t.d. möl, dúk, dælu osfrv.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Bakteríurnar lifa á yfirborði hluta og festa sig þar, aðeins brotabrot af þeim svífur um í vatninu sjálfu. Því hefur þú ekki fengið mikið af bakteríum yfir í búrið með þessu móti, og þær sem hafa komið með yfir eru það fáar að það mundi taka nokkrar vikur fyrir þær að byggja upp góða bakteríuflóru í búrinu.
Ekki alveg víst að það hafi verið góð hugmynd. Tjörnin hjá þér er væntanlega töluvert kaldari en búrið, og bakteríurnar ansi ólíklegar til að þola hitabreytinguna. Því drepast bakteríurnar og menga búrið aukalega.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net