Spritt

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Spritt

Post by LucasLogi »

Langaði að vita hvort sótthreinsunarspritt eins og er í apótekjunum sé gott til að ná siliconi af? og hvort það megi nota í fiskabúr?

kveðja
60l guppy
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

það er til siliconfjerner í húsasmiðjunni og spritt dugar ekki en ég nota bara dúkahníf og þolinmæði
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Spritt er fínu lagi, sjálfur nota ég helst Acetone enda ódýrara. hvorugt efnið dugar þó eitt og sér enda þarf að fjarlæga allt sjáanlegt sílicon með glersköfu eða dúkahníf og hreinsa síðan glerið vandlega með spritti eða acetone.
User avatar
LucasLogi
Posts: 272
Joined: 25 Mar 2009, 14:40
Location: Njarðvík

Post by LucasLogi »

Notaði dúkahníf á mest allt siliconið, samt fannst mér enþá vera soldið eftir af því þannig að ég notaði bara sandpappír á litlu agnirnar sem voru eftir og á kantana.
60l guppy
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Sniðugt með sandpappírinn, held að það sé samt gott að fara yfir með acetoni eftirá þar sem að það vill oft vera eftir einhver fitu-brák eftir sílíkonið sem getur minnkað viðloðunina þegar þú límir búrið aftur.
Post Reply