Ég keypti mér nokkur LED um daginn.. Og núna er ég að pæla í að smella upp litlu nano búri með kóröllum. Lýsingin ætti að vera feykinæg, líklega sambærileg 250w MH þegar þetta er í botni.
Búrið verður 30l sem ég á og er ekki í notkun. Á eftir að setja það upp.
Last edited by keli on 24 Aug 2009, 21:43, edited 1 time in total.
Tjah ég ætla bara að testa svona í smáum stíl. Ég get fengið kóralla og svona í vinnunni þannig að ég get gert þetta án mikils kostnaðar, amk með svona lítið búr.
Sven wrote: = 250MH yfir 30 lítrum!!!, gamann að vera kórall hjá þér
Tjah nei, ekki beint. 250w gæti coverað stærra búr, en par levels í búrinu eru sambærileg og ef það væri 250w mh yfir búrinu. Ég dimma þetta niður og fikta mig áfram með þetta.
kannski kostar ekki mikið ef þú hugsar það þannig
en fyrir stærra búr væri þetta helvíti kostnaðarsamt og tæki því ekki nema maður ætlaði að hafa það uppi næstu 10 árin.
væri gaman að gera þetta fyrir litlu búrin mín
Úlli:
Færð þær t.d. á ledsupply.com. Þetta eru 3w díóður, þannig að þetta eru 36w total. Það er þó ekki hægt að bera orkunotkunina saman við flúrperur og svona. 20w LED væri líklega alltof mikið á litlum fleti. 5mm díóður sem eru í panelnum þínum eru 0.06w hver og þær eru ekki nærri því nógu kraftmiklar til að ná einhverjum krafti niður í vatnið. Þótt þær séu margar. Þær henta hinsvegar ágætlega til að bæta við smá lit uppá lookið eða sem moonlight. Þær ættu líka að endast ágætlega og þær hita afar lítið útfrá sér.
Animal:
Jebb, sömu bláu. Svo á ég reyndar hvítar líka auka ef einhver vill spreyta sig.
Fékk um 10kg af liverock áðan hjá godofthunder. Hið fínasta grjót og fullt af lífi. Marflær, krossfiskur, sveppir, ormar og fleira gúmmelaði. Búrið er enn mega gruggugt eftir grjótið þannig að ég bíð með myndir þangað til á morgun.
er ekki 30L of lítið búr fyrir tvo trúða? bara pæla.. Ætlaru að fá þér einhverja litla krabba? og kannski rækju? Væri alveg til í að fá mér 130L trúðabúr með blue hermit crab og hreinsirækju en úff. ég nenni ekki að standa í því, ég myndi drepa allt í búrinu
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L