þörungur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

þörungur

Post by audun »

jæja núna er komið upp vandamál í stóra búrið hjá mér sem er svosem ekkert stórt. Þannig er mál með vexti að það er kominn þörungur á glerið og hann er hálf glær en samt ljósbrúnn sýnist mér. . hann er á glerinu eins og jelly hreyfist með og manni finnst glerið vera á hreyfingu þegar maður skoðar þetta. þetta þekur allt glerið en sést samt allveg inn í það. nú kemur spurningin hvort þið vitið þetta, af hverju kemur þetta, hvað er þetta og er þetta eitthvað sem ég á að skafa burt.

ákvað að taka þetta ekki strax þar sem ég var a halda að mögulega væri þetta bara ágætis fóður fyrir ancistrurnar og gibbann en ég er ekki viss.

gæti líka vel verið vegna hræðilegs ljósabúnaðar, ætla að sjá hvort að þetta fari ekki í vikunni er að koma fyrir 4 t8 perum í lokið.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Skoðaðu http://aquariumalgae.blogspot.com/

En hvernig er búrið hjá þér, hvað er kveikt lengi ljósið, nær sólarljós að skína á það? Eru plöntur í búrinu, ertu að setja plöntunæringu? Hvernig er nítrat í búrinu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Er ekki bara málið að þrífa glerið.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

mig langaði bara að leifa ryksugunum að éta þetta ef þær gerðu það. en staðan er sú að þetta er nýlegt búr 3 vikna gamalt. hef enn ekki mælt það. ljós frá 12 -21 en bara ein 58 watta pera. eftir 2 daga verða 4 svoleiðis. ekkert sólarljós kemst að því. og bara ein skitin valnisera í búrinu.

en svo er annað, vatnið hjá mér er smá grænleitt. í báðum búrunum sem eru ný hjá mér. og ég hugsa að það sé bara vegna rótanna en ég hélt að´ þær gæfu frá sér brúnan lit.. þetta er samt það lítið að ég gæti falið þetta með svörtum bakgrunni.
disin89
Posts: 28
Joined: 08 Jul 2009, 02:01

Post by disin89 »

Veit ekki hvað þetta er á glerinu hjá þér en þetta græna í vatninu er þörungur.. hann fer er þú hefur ljósin slökkt í nokkra daga og mér var líka sagt að reyna að hafa einhverja hreyfingu á yfirborðinu á vatninu og þá á maður að sleppa við þetta..
Nýbyrjuð
Er með 1 54L búr með:
Guppy
Ancistru par
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

´hef samt litla trú á því að það sé þörungur þar sem að það er það tært að ég sé gegnum 2 metra langt búrið og líka að brúnþörungur og græþörungur lifa ekki við sömu skilyrði ljóslega séð allavega
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

þegar ég er að tala um grænleitt vatn þá er ég að meina svona.
Image
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Skoðaðu síðuna sem ég linkaði hér ofar og lestu um Algae bloom. Gætir þurft að breiða yfir búrið í nokkra daga og slökkva ljósin.

Ertu nokkuð að gefa mikið?

Þetta var svona hjá mér, en mér tókst að komast fyrir það.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

jú ég er reyndar að gefa mjög mikið en er líka með mjög mikil vatnsskipti á móti. er að taka 40% tvisvar í viku. ef ég gef ekki mikið þá éta óskararninr allt frá hinum á no time
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Jamm. Vatnsskiptin halda þessu niðri þannig að þú sjáir í gegnum búrið. En þetta er ekkert að fara nema þú minnkir gjöf og drepir þörunginn með því að svelta hann af ljósi. Ekki nema þú splæsir í UV græju. Helvítis þörungurinn svífur um og fjölgar sér á grilljón á meðan hann hefur ljós og einhver næringarefni í vatninu til að lifa á.
Post Reply