Skalaerjur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Skalaerjur

Post by Elloff »

Fékk mér 3 litla skala f. nokkrum mánuðum, 2 þeirra eru orðnir nokkuð stórir en 1 þeirra er ca 1/3 af stærð hinna..... hvernig gæti staðið á því?

Hins vegar, þessir stærri hafa alltaf haldið saman, annar hefur virkað sem sá dominerandi og því verið viss um að sá væri kk, nú er hins vegar orðið svo að hinn er farinn að færa sig upp á skaftið, og eyða þeir orðið miklum tíma í derring hvor við annan, snúa hver að öðrum og kippast til og ráðast á hvorn annan, samt virðast þessar árásir ekki alvarlegar amk. sér á hvorugum fiskinum.
Hvað er málið, eru þetta 2 kk? Eða er ég að misskilja þetta, er þetta bara röff tilhugalíf/sex?

Ef 2 kk. ætti ég að losa mig við annan?

Hvað haldið þið svo með dverginn, stækkar greyið ekkert meira?

Takk fyrirfram.
animal
Posts: 930
Joined: 07 Aug 2007, 22:49

Post by animal »

Ekki ósennilegt að stóru séu par, ef þeir eru svona meira að rífast en ekki að stúta hvor öðrum, losaðu þig við minnsta.
Ace Ventura Islandicus
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Ég er með 3 skala hjá mér, tvo kalla sem eru stórir og svo eina kellingu sem er mun minni, allavega svona helmingi minni. Hún hrygnir á svona 1-2 mánaða fresti og hefur valið sér annan kallinn til að vera með og í sameiningu reka þau hinn kallinn út í horn og leyfa honum ekkert að nálgast staðinn sem þau ætla að hrygna á, hrygningarnar heppnast aldrei en þegar búið er að "tæma" í það skiptið þá dettur allt í dúnalogn í búrinu og allir eru vinir, þannig að maður sér alltaf þegar hrygning er að fara í gang :P þá er annar kallinn kominn út í horn. En þetta er ekkert aggresívt hjá þeim, bara svona rétt að elta , enginn skali hefur meiðst neitt.
Svo var ég einu sinni með einn sem var alveg hrikalega mikið minni, hann dó bara eftir svona 2 mánuði, veit ekki hvort það hafi verið úr næringarskorti (borðaði lítið) eða að hinir hafi böggað hann eitthvað. En held að best sé að hafa skalana í svipaðri stærð en kellingarnar eru alltaf talsvert minni samt.
200L Green terror búr
Elloff
Posts: 86
Joined: 29 Jun 2008, 16:13

Post by Elloff »

Losaði mig við annan stóra skalann sl. laugardag og nú hryngdu "dvergurinn" og hinn hjá mér áðan, virðast efnileg í þessu, synda hjá hrognunum og hreyfa vatnið yfir þeim..... Veit samt að þetta gengur örugglega ekki hjá þeim í þetta skiptið og varla í samfélagsbúri eins og þau eru í.
Post Reply