Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.
Moderators: Elma , Vargur , Andri Pogo , keli
Bambusrækjan
Posts: 443 Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík
Post
by Bambusrækjan » 20 Aug 2009, 23:38
Ég er að fara að taka eitt búra minna í gegn. Þ.e.a.s tæma það af vatni og fiskum og breyta. Ég var að spá , að ef ég skil eftir smá vatn, bara rétt yfir sandinum. Hvort bakteríuflóran myndi lifa það af í kannski svona viku eða meira ? Og ef ég skil eftir vatn í tunnudælunni í ca sama tíma hvor bakteríuflóran myndi einnig lifa þar góðu lífi ?
Andri Pogo
Posts: 5003 Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:
Post
by Andri Pogo » 20 Aug 2009, 23:47
lifir ekki svo lengi, bakteríurnar drepast ef vatnsflæði stöðvast og mengunarbomba ef þú myndir kveikja á dælunni svo
-Andri
695-4495
Vargur
Posts: 8605 Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær
Post
by Vargur » 20 Aug 2009, 23:58
Flóran ætti að lifa ef þú skilur eftir smá vatn og hefur loft- eða hreinsidælu í gangi, án súrefnis lifir hún ekki nema 12-24 klst.
prien
Posts: 562 Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík
Post
by prien » 21 Aug 2009, 00:00
Ef þú getur skilið smá vatn eftir í búrinu í viku eða svo, getur þú þá bara ekki haft aðeins meira vatn í því og haft dælu í gangi?
Elma
Posts: 3536 Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:
Post
by Elma » 21 Aug 2009, 01:42
ef þú vilt að bakteríuflóran lifi í tunnudælunni þá þarf hún að vera í gangi allan tíman..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L