Ég er bara að spá í því hvað eru stæðstu fiskar sem ég get haft í 54L búri. Ég er með eina bótíu, og ég hefði hugsað mér að vera með eitt par af e-m flottum fiskum, og svo nokkrar tetrur kannski.
Get ég hef einhverjar síkliður?
Ein önnur spurning, ég var með 4 gúbbý fiska, sem dóu allir á nokkra vikna millibili. Ég sá á seinasta fiskinum svona rauðan orm útúr honum rétt áður en hann dó. Sást ekkert á hinum, en það hlýtur að hafa verið sama vandamálið. Þetta virðist ekki hafa áhrif á bótíuna mína sem er núna ein í búrinu, en ég er að spá í hvort það sé óhætt að koma með nýja fiska í búrið? Eru þessir ormar e-ð sem getur smitast svona eftir að þeir eru dauðir?
Stæðstu fiskar í 54L búri, og spurning um orma.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
-
- Posts: 40
- Joined: 17 Apr 2009, 22:41