Passar saman?

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Passar saman?

Post by Porto »

Nú er ég að öllum líkindum að fara að starta 160 lítra búri. Ég hef fengið ábendingar um að það væri fínt að hafa 10-12 fiska í því en veit ekki hverjir það gætu verið. Ég hefði þá áhuga á að fá Yellow lab. ein 4 stykki og jafnvel Neolamprologus Brichardi 4 stykki einnig (sem seiði). Mér hefur boðist bæði blue acara par og kingsizei par í fullri stærð og ég var að pæla í því hvort að það væri slæmt að hafa svona lítil seiði (2-3 cm)með svona stórum fiskum? Ég veit líka að blue acara eru amerískar síkliður sem að ég hef heyrt að væri ekki sniðugt að blanda saman. Mig langar líka til að spyrja að lokum hvort að það væri einhver séns að hafa eitt stykki oscar red með þeim í þessari stærð af búri, langar lúmskt í þannig en geri það ekki ef það gerir búrið yfirfullt.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

160L búr er í minni kantinum fyrir þessa fiska. Kingsizei og brichardi eru geðvondir fiskar og berjast harkalega um svæði. Yellow lab, er í rólegri kantinum. Það er örugglega í lagi að hafa fullvaxna fiska með seiðum ef þú hefur nóg af felustöðum.
Oscar passar ekki með þessum fiskum, né í 160L búr. Þetta eru fiskar með stóran kjaft, rosalega frekir á mat og éta allt sem kemst upp í þá. Svo verða oscarar 30cm+
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Takk fyrir þetta, ég sleppi þá Oscar algjörlega og vel þá líklega Kingsizei frekar en Brichardi fyrst að þeir berjast. Fæ mér svo rólegri fiska með þeim. :)
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Alltof lítið búr fyrir óskar og líka blue acara, þær verða slatta stórar í þetta búr. Ég er t.d með núna í 400L búri einn pínkulítinn óskar :P manni finnst hann vera svo lítill í þetta búr og gæti alveg verið í mun minna búri en svo þarf maður að hugsa hvað hann verður stór og er rosalega fljótur að stækka. Ekki víst að maður geti splæst í 400L búr þegar gamla búrið er orðið of lítið og því betra að kaupa fiska sem hæfir búrstærðinni :)

Síkliður eru oft svo grimmar og höndla oft ekki suma búrfélaga og ef plássið er ekki nógu mikið þá deyja einhverjir. Allavega vanda valið :) en held að einmitt yellow lab sé frekar friðsamur en þá er spurning með búrfélaga með honum :)
200L Green terror búr
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Blue Acara verða nú ekkert of stórar í búrið, þær eru bara ólíkt Kingsizei ameríkusíkliður sem að eru mikið grimmari en afrískar síkliður, og ég mæli alls ekki með að blanda þeim saman í búr.
Blue Acara verða um 15cm tops.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Síkliðan wrote:Blue Acara verða nú ekkert of stórar í búrið, þær eru bara ólíkt Kingsizei ameríkusíkliður sem að eru mikið grimmari en afrískar síkliður, og ég mæli alls ekki með að blanda þeim saman í búr.
Blue Acara verða um 15cm tops.
Reyndar eru afríkusikliðurnar miklu grimmari en flestar amerískar, ég held að allflestar afríkusikliður myndu reka blue acara út í horn.
Að vísu verða margar ameríkusikluður mun stærri en flestar afrískar og geta þannig notað stærðarmuninn en þær afrísku geta verið miklu grimmari í að verja sitt svæði.
Þær afrísku pakka saman flestum ameríkusikliðum upp að 15-20 cm.
Ég veit til þess að afrískar sikliður hafi rekið tvöfalt stærri Piranha fiska upp í horn en þær afrísku voru upphaflega ætlaðar sem fóður fyrir Piranha.
Einnig hef ég persónulega séð afrískar sikliður sem einungis voru um 10 cm vaða að fullum krafti í 70 cm pangasius og á endanum var pangasiusinn orðinn svo stressaður að sikliðurnar voru fjarlægðar.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Já ok, ég hef sjálfur ekki mikla reynslu af afrískum og þakka þér fyrir góðar upplýsingar. En því verður ekki neitað að það eru margir einstaklingar af amerískum sem að eru snarvitlausir, og er skapið yfirleitt mjög persónubundið. Gott dæmi er Cichlasoma Grammodes, ég hef séð vídeó af um 10cm Grammodes reka um 20cm Umbriferum í horn og bara taka hann rækilega í gegn.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
User avatar
Porto
Posts: 101
Joined: 01 Sep 2009, 11:19
Location: Akureyri

Post by Porto »

Takk fyrir þetta og eftir að hafa ráðfært mig við fleiri hef á ákveðið að hætta algjörlega við Oscar og Amerískar síkliður. Ég ætla heldur ekki að vera bæði með Brichardi og Kingsizei. Ætla að eingöngu afrískar síkliður, Yellow Lab., johannii, Kingsizei og svo annaðhvort Red Zebra eða Haplochromis sp. 54. (Burtoni veit ekki alveg hvað hann heitir). Lýst ykkur betur á þetta fyrirkomulag? Þar sem ég byrja með allar tegundir sem seiði (2-3 cm).
Post Reply