Hugmyndir af fiskum í 54 l búr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Hugmyndir af fiskum í 54 l búr

Post by MaggaN »

Ég er að setja upp 54 ltr búr og er alveg í vandræðum með að ákveða hvað ég á að setja í það. Það eina sem ég er búin að ákveða (eða stefni a.m.k að) er að hafa bara fiska frá einhverju asísku biotope.

Fyrsta hugmyndin var einfaldlega að hafa bardagafiska (1kk og 2-3 kvk) og kannski par af dverg gúramíum en svo les ég að það gangi ekki upp því bardagakarlinn þoli illa svona líkar tegundir... Er það tilfellið? Nú hef ég ekki orðið vitni að því í sölubúrum a.m.k.

Endilega komið með hugmyndir.
User avatar
Moskau
Posts: 19
Joined: 26 Apr 2009, 13:00
Location: Reykjavík

Post by Moskau »

Ég gerði þau mistök að reyna að hafa bardaga KK og KVK saman (1 á móti 3) í búri og það virkaði í tæpa viku, eftir það byrjaði KK stanslaust að bögga kerlingarnar og stressa þær upp. Þessi fiskar eru mjög grimmir og næmir á umhverfi sitt og langfarsælast að hafa kynin aðskilin.

Ég þekki ekki til gúramía en ég er með bardaga KVK búr þar sem þær hafa lifað í sátt og samlyndi við guppy, SAE og ancistru. Mér persónulega finnst bardaga KVK skemmtilegri en karlarnir og mun minna vesen á þeim. ;)
MaggaN
Posts: 50
Joined: 21 Jul 2009, 22:34
Location: Reykjavík

Post by MaggaN »

Fyrsta búrið mitt var 20 ltr og ég hafði bardagafiska (1+2) og nokkra plattýa. Það var í fínu lagi þar til önnur kerlan drapst og ég reyndi að kynna nýja kerlu, það tókst ekki fyrr en í þriðju tilraun, hann barði þessar nýju alveg í plokkfisk en virtist svo sáttur við þá þriðju sem ég kynnti fyrir honum... Sérvitrir fiskar.

Hvað annað væri sniðugt? Ég sá í einhverjum þræði hér Dverg regnbogafiska, gæti það gengið?
Post Reply