Metraclima estherae
Metraclima estherae er sennilega best þekkt sem Red zebra og er ein algengasta tegund Malawi sikliða. M. Estherae hefur einnig vel þekkt undir nöfnunum Pseudotropheus og Maylandia estherae en nýlega hafa fræðimenn sýnt fram á að hún tilheyri Metraclima ættinni og því ætti eingöngu að nota það heiti.
M. estherae er fallegur fiskur og er gula/rauða litaafbrigðið útbreyddast, bæði kynin eru þá rauðleit en karlarnir lýsast aðeins með aldrinum, í náttúrunni eru karlarnir bláleitir en kerlingarnar rauð/gular. Rauði litur karlanna er búinn til af ræktendum með línuræktun og þekkist ekki í náttúrunni svo vitað sé. Annar algengur litur er svokallaður O.b (orange blothced), þar eru bæði kynin rauðleit með dökkum skellum og eru engir tveir fiskar eins. O.b. litaafbrigðið er nokkuð misskilið og halda margir að um sé að ræða blendinga en það er ekki rétt þó margar aðrar tegundir hafi fengið O.b litinn með blöndun.
M. estherae eru nokkuð ákveðnir fiskar og þurfa gott pláss og mikið af felustöðum, fiskarnir eru oft árásargjarnir á aðrar tegundir og minni fiska, karlarnir eru þó ekki sérstaklega árásargjarnir á hvorn annan ef bæði kynin eru í sama lit, æskilegast er þó að vera með fleiri kerlingar en karla.
Þessir fiskar eru munnklekjarar og geymir kerlingin hrognin/seyðin uppi í sér í uþb. 3 vikur og nærist lítið sem ekkert á meðan, eftir að hún sleppir seyðunum skiptir hún sér lítið sem ekkert af þeim.
M. estherae þarf fóður sem inniheldur mikið grænfóður.
Stærð 10 cm.
Hitastig 23-27°
pH 7.8-8.5
Afrískar sikliður - Metraclima estherae
Moderators: Vargur, Andri Pogo