Panta búnað erlendis (gjöld)

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Panta búnað erlendis (gjöld)

Post by zequel »

Veit einhver hvort að tollar séu á tunnudælum ef maður pantar að utan, eða kemur bara vaskur ofan á sendingu?

Kv, Ingimundur
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

10% tollur venjulega, fer þó eftir hver gerir tollskýrsluna :)

Margfalda með 1.3695 til að fá verð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

ef þú pantar innan EES svæðisins þá á þetta að vera tollfrjálst. Best þykir mér að panta dælur frá þýskalandi. Klærnar passa í innstunguna og þjóðverjinn er með EES yfirlýsingarnar á hreinu. Hef aldrei greitt neinn toll af hlutum sem ég hef pantað frá Þýskalandi.
Þá stendur bara eftir vsk, 24,5% og tollskýrslugjald, sem er um 500 kall ef þetta er undir 45000 held ég að það sé, annars er það 2500kall.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Einhver þýsk síða sem þú mælir með til að panta frá? :)
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

www.aquaristic.net
www.aquaristikshop.com

Báðar verslanir eru með mjög gott úrval og topp þjónustu. Ekki sakar að sendingarkostnaðurinn hjá þeim er mjög sanngjarn. Má þó gera ráð fyrir ca. 2-3 vikum í að fá vörurnar.
zequel
Posts: 29
Joined: 10 Sep 2009, 14:17
Location: Kópavogur

Post by zequel »

Var að tékka á Eheim 2224 með filter media .. sýnist hún vera komin heim á c.a. 25 þús með sendingu og vaski frá Þýskalandi :)
User avatar
gudrungd
Posts: 1301
Joined: 03 Mar 2008, 11:19
Location: 108, Rvk

Post by gudrungd »

taktu með filtermedia fram í tímann og annað smálegt sem þig gæti vantað, hef pantað frá aquaristik.net, alveg skotheldir. ef það vantar eitthvað uppá pöntunina þá bíða þeir með að senda þar til það berst í hús hjá þeim án þess að láta sérstaklega vita, getur borgað sig að afpanta það sem vantar ef það er raunin.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Var nokkuð settur tollur á það sem þú fékkst frá þeim Guðrún?
Post Reply