Það kom því ekki sérlega á óvart þegar hún byrjaði að leka þegar ég prófaði hana

En nú get ég verið svakalega latur og núna í gær, 6 mánuðum seinna, þreif ég dæluna og kíkti á þéttigúmmí-in.
Bæði gúmmí-ið meðfram lokinu og o-hringinn sem er inni í pumpunni.
þennan hérna:

Hafði lesið á netinu að margir hafa lent í leka vegna þessa o-hrings sem er í pumpunni og fór ég eftir leiðbeiningum sem ég fann hvernig ætti að taka þetta allt í sundur.
Skolaði bæði gúmmí-in, þurrkaði og bar á þau vaselín. Þau voru bæði hrein og mjúk.
Dælan heldur samt sem áður áfram að mígleka, hún lekur meðfram lokinu á tveimur hliðum og það fossar líka niður meðfram einni klemmunni.
Einhver sem hefur lent í svona áður og gæti vitað hvar vandamálið gæti legið?
Mér finnst líklegast að sökin sé hjá lok-þéttingunni en vildi tékka hér áður en ég fer og finn annað gúmmí til skiptana.