Tunnudæla sem lekur

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Tunnudæla sem lekur

Post by Andri Pogo »

Fékk fyrir 6 mánuðum aðra Eheim 2028 (er með 2x svoleiðis á 720L búrinu) en hún hafði verið í geymslu í 4 ár þar áður.
Það kom því ekki sérlega á óvart þegar hún byrjaði að leka þegar ég prófaði hana :)
En nú get ég verið svakalega latur og núna í gær, 6 mánuðum seinna, þreif ég dæluna og kíkti á þéttigúmmí-in.
Bæði gúmmí-ið meðfram lokinu og o-hringinn sem er inni í pumpunni.
þennan hérna:
Image
Hafði lesið á netinu að margir hafa lent í leka vegna þessa o-hrings sem er í pumpunni og fór ég eftir leiðbeiningum sem ég fann hvernig ætti að taka þetta allt í sundur.

Skolaði bæði gúmmí-in, þurrkaði og bar á þau vaselín. Þau voru bæði hrein og mjúk.
Dælan heldur samt sem áður áfram að mígleka, hún lekur meðfram lokinu á tveimur hliðum og það fossar líka niður meðfram einni klemmunni.

Einhver sem hefur lent í svona áður og gæti vitað hvar vandamálið gæti legið?
Mér finnst líklegast að sökin sé hjá lok-þéttingunni en vildi tékka hér áður en ég fer og finn annað gúmmí til skiptana.
-Andri
695-4495

Image
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég lenti í þessu með eheim tunnudælu sem dælir 1050l mann ekki típuna lak með lokinu ég keypti nýjan þéttihring og þegar ég bar saman gamla og nýja þá skildi ég alveg af hverju hún lak gamli hringurinn hafði eiðst upp og var næstum helmingi mjórri en sá nýji. lak ekki eftir það.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

allright, ætli það sé ekki bara sama dæla.
hvar fékkstu hringinn ?
-Andri
695-4495

Image
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

í dýraríkinu kostaði morðfjár.
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
User avatar
oggi
Posts: 72
Joined: 23 Feb 2008, 12:52

Í pottinn með hann.

Post by oggi »

Getur virkað ótrúlega vel að sjóða gúmmíhringi í vatni í ca. 5 mínútur.
Post Reply