Hefur einhver af gúrúunum hér reynslu af því að veiða, rækta og gefa íslenskar vatnaflær eða önnur krabbadýr?
Ég er að hugsa um að fá mér Bettur og þær eru fyrst og fremst smádýraætur svo ég fór að lesa mér til um smádýraeldi (t.d. Daphnia, artemia, grindal worms). Svo datt mér í hug að kannski gæti maður bara náð sér í einhver kvikindi í næsta vatn. Það er greinilega fullt af þeim, bæði í Rauðavatni og Urriðavatni, þó þeim sé farið að fækka aðeins á þessum árstíma. Mest er um Gárafló (Alonella Nala) og Augndýli (Cyclops). Eru Cyclops ekki seldir sem frosið fóður í dýrabúðum? Það er alveg hægt að moka þeim upp í þessum vötnum allt sumarið, samkvæmt þessum rannsóknum sem ég fann á netinu:
http://urridaholt.is/files/pdf/Grunnran ... avatns.pdf
http://www.natkop.is/photos/Raudavatn-3-06.pdf
Hefur einhver prófað?
Íslenskar vatnaflær
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli