fluttningur fiska útá land

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

fluttningur fiska útá land

Post by Gudjon »

ég er að fara að senda fiska frá mér norður á Hofsós, þeir fara með bíl, einhver ráð um hvernig það ætti að ganga fyrir sig?
Bara gamla góða plastfatan með götum í lokinu??
Fleiri fötur og færri fiskar í hverri fötu?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég hef vanalega bara sent í plastpoka og aldrei neitt vesen, líst vel á fötuna samt.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

svelta þá í sólarhring fyrir flutning þannig að þeir skíti ekki í vatnið og mengi það á leiðinni.....lykilatriði
Ólafur
Posts: 1154
Joined: 17 Sep 2006, 13:46
Location: Reykjanesbær

Re: fluttningur fiska útá land

Post by Ólafur »

Gudjon wrote:ég er að fara að senda fiska frá mér norður á Hofsós, þeir fara með bíl, einhver ráð um hvernig það ætti að ganga fyrir sig?
Bara gamla góða plastfatan með götum í lokinu??
Fleiri fötur og færri fiskar í hverri fötu?
Sendi einusinni heilt lifriki úr saltvatnsbúri norður á Isafjörð i nokkrum fötum og allt gekk vel svo föturnar svinvirka :)
Stakk ekki einusinni gat á þær þvi þá hefði vatnið gusast uppúr og i bilin sem flutti fiskana.
Kveðja
Ólafur
olafurm@istak.is
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég kom með fiska heim í fyrra af Skarðsströndinni í fötum og það gekk glimrandi vel. Ca. 3 tíma ferð.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
forsetinn
Posts: 305
Joined: 10 Oct 2006, 13:32

Post by forsetinn »

ég hef flutt fiska frá Californiu til New york....það tók 20 tíma með öllu. Þar biðu þeir með mér í 8 tíma fram að flugi....svo flug í 5 tíma og kominr í búrin 2 tímum eftir lendingu

Total 35 tímar

Fiskarnir í pínu litlum pokum
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Magnað, takk fyrir öll svör, þetta reddast hjá mér
Post Reply