einn óskar drapst hjá mér í kvöld fannst hann hafa verið veiklulegur ( frekar slow) þannig að ég mældi vatnið í gærkveldi og niðurstaðan var óljós en sirka svona: nitrate = 10 nitrite = 1 hardness = 3-6 alkalinity = 0-3 ph = 6.8 - 7 en hélt að þetta væri nú bara eðlilegt, en svo fór ég út í morgunn og er bara nýkominn heim þegar að ég sé fiskinn dauðann og þegar betur er að gá þá er ein planta í henglum hjá mér ( veit ekkert hvort að það tengist þessu eða ekki)
ég skoðaði fiskinn og það eru engir blettir á honum né neitt sem ég sé að veit ekkert hvað ég á að gera hér... nema náttla að skipta einhvað um af vatni en meira veit ég ekki
Þessar mælingar hljóma ok, sennilega hefur þetta verið eitthvað tilfallandi. Var þetta ekki lítill Óskar ? Þeir geta verið óutreiknanlegir og eiga það til að vera svo dónalegir að drepast fyrirvaralaust. Ef aðrir fiskar virðast eðlilegir þá þarf sennilega ekki að hafa miklar áhyggjur af þessu.
þetta er ekkert fyndið lengur sporðurinn er nú allur tættur á hinum óskarnum og smá hvít slækja yfir hægra auganu er nú að skipta meira um vatn en getur þetta verið sporðæta og ef svo er hvað er við því að gera því nú á maður aðra fiska sem ekki sýna nein einkenni og væri til að halda því þannig. allar ábendingar vel þegnar.
það var bara 1 skali og tveir gibbar en færði hann yfir í annað búr með 2 maingano ungum en þeir eru bara búnir að vera skíthræddir við óskarinn síðan hann kom yfir