Nú er ég að fara að smíða mér rekka til að leika mér aðeins að í gestaherberginu
Ég er búinn að sanka að mér efninu og á bara eftir að skella þessu saman.
Er einhver af ykkur sem eruð búnir að smíða svona til í að henda inn myndum af rekkunum tilbúnum?
Ég hendi inn myndum af prósessnum þegar eitthvað fer að gerast.
ég var með rekka með 100L búrum sem voru sýningarbúr í Fiskabúr.is.
Það voru þau innbyggði í vegg en ég notaði plöturnar sem voru undir búrinum og smíðaði ramma til að halda þeim uppi.
Búrin hvíla s.s. á krossviðarplötu, undir krossviðnum voru tvær spýtur til að halda honum beinum. Sérð þetta kannski bara á myndinni.
Undir hverri plötu var svo pláss fyrir ljós fyrir næsta búr fyrir neðan.
búrin voru 125x30. Rekkinn hefur þá verið ca 130x30 og hæðin rúmir 2 metrar. man ekki alveg
Ég var með 4 búr en ákvað að nota bara þrjú til að hafa betra pláss. Ég ákvað að hafa neðsta búrið ekki of nálægt gólfinu uppá auðveldari vatnsskipti, annars myndi vatnið leka svo svakalega hægt úr. Minnir að ég hafi haft 20cm pláss fyrir ofan hvert búr til að komast ofan í búrin.
það verður að vera smá vinnupláss
ég hef smíðað marga rekka og nota vanalega sömu aðferð
uppistöður á skrúffótum ef gólfið er skakt og einnig til að timbrið sitji ekki á gólfinu ef gólfið blotnar
vinklar á þverbitum skrúfað í uppistöður síðan vatnsheldur krossviður ofaná ( dýr en endist )
mikilvægt er að nota hallamál og stilla hvert búr fyrir sig einnig er gott að setja einagrunarplas undir búrið til að eiga ekki á hættu að búrið spryngi ef eitthvað er undir
Gætir prófað að tala við Bræðurna Ormsson. HTH innréttingarnar eru á svona skrúffótum og síðan er sökkli smellt framan á fæturna. Sem gæti verið sniðugt fyrir þig, þannig að það sé ekki endalaust af ryki að safnast fyrir undir rekkanum.
Þarft bara að bora göt fyrir fótfestingunum. Svo er plastpinnar sem þú slærð inn, þá þenjast festingarnar út og njörva þetta saman.
Þetta heitir föndurherbergi í eignaskiptasamningnum, en ég hef verið að leigja herbergið út hingað til.
Ég fékk bara ógeð á því afþví það virðist vera ómögulegt að fá eitthvað annað en unglinga sem borga illa eða fyllibyttur.
Þannig að þetta var eina skynsamlega lausnin á hvað ætti að gera við herbergið
Mig minnir að ég hafi reiknað út að búrin yrðu 160 lítrar í hvert bil,
annars þarf ég að skoða það aðeins betur