Er að spá í eftirfarandi fiskum:
5 x Perlu gúramar (efsta lag)
5 x Boeseamani regnbogar (mið lag)
5 x Trúða bótíur (botn)
2 x Ankistrur (botn)
1 x Eldhali (til að gera allt vitlaust

Þetta verða allt 10cm plús fiskar á endanum þótt maður fái þá flesta í kringum 5cm, þannig að maður sér fyrir sér stærra búr í framtíðinni (þegar konan fer að vorkenna mér yfir tíðum vatnsskiptum


Hversu mikið er hægt að beygja 2,5cm á 4-5L regluna? 160L búrið er "metið" á 81cm af fiskum.
Hér er búrið og beðið er eftir að bakgrunnskittið verði þurrt. Á síðan eftir að bæti við rót og grjóti (felustaði). Svo verða náttúrulega plöntur út um allt.
Rótin:
Hér er svo 30L "risa"-búrið sem keypt var í apríl í fyrra og var það skilyrði hjá konunni að ég yrði að halda lífi í því í ár, áður en ég gæti sannfært hana um stærra búr.
Planið er að taka 2 afleggjara af Anubias Nönuni og festa á rótina í nýja búrinu. Á maður ekki bara að skera 3-5 cm rótarafleggjara af þeim enda sem plantan vex í? Rótin er í dag vaxin í Y.
Annars eru allar hugmyndir/athugasemdir vel þegnar.
Kv,
Ingimundur