Page 1 of 1

Pirana fiskar

Posted: 28 Sep 2009, 20:51
by Bosi
Hvað er hægt að hafa marga Pirana fiska í 54 ltr búri?

Posted: 28 Sep 2009, 20:52
by keli
engan.

Posted: 28 Sep 2009, 20:54
by Bosi
Og hvers vegna segiru það?

Posted: 28 Sep 2009, 21:06
by Vargur
Væntanlega vegna þess að piranha fiskar eiga ekkert erindi í 54 l búr.

Posted: 28 Sep 2009, 21:29
by Elma
myndi allavega mæla með pirana í 400L búr (og jafnvel stærra, 500-700L eftir því hve margir fiskar eru hafðir í búrinu)
Þeir þurfa stór sundsvæði, dimm skot sem þeir geta falið sig í og þurfa að vera allavega 5-6 saman, langbest auðvitað að hafa þá fleiri saman (hópfiskar) en þá þarf auðvitað stærra búr..
En þetta verða alveg 28-30cm kvikindi og stækka hratt.

hérna geturu séð flotta pírana og flott pírana búr
http://www.fiskabur.is/myndir_vefur/Fis ... _grein.htm

Posted: 19 Nov 2009, 07:05
by haflilli
Myndi 150L búr sleppa með 4-5 piranha fiska?

Posted: 19 Nov 2009, 10:54
by guns
Nei...

Töluverður munur á 150lítrum og þeim 400 sem búið er að segja að þyrfti fyrir svona fiska. Þetta á að segja sig sjálft!

Posted: 19 Nov 2009, 15:53
by haflilli
Þá verður maður ekki í vafa með það lengur :D