Nýtt rækjubúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Nýtt rækjubúr

Post by Vargur »

Ég var alltaf í vandræðum með gamla smábúrið vegna Cyanobacteriu svo ég skellti bara upp nýju búri, henti öllu úr gamla búrinu og setti upp nýtt 30 l Tetra búr og allt nýtt í það.

Smalaði saman Bumblebee rækjunum, ca 15 stk og setti í búrið.

Image
Last edited by Vargur on 29 Sep 2009, 09:43, edited 1 time in total.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Flott rót. Er eitthvað gaman að þessum rækjum?
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Næs, lúkkar mjög vel, fer svo ekki einhver mosi o.fl. í búrið. Rótin kemur mjög vel út.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Rækjurnar eru býsna skemmtilegar en mig dauðlangar samt að hafa einhverja fiska í búrinu, Endler til dæmis.

Ég ætlaði að setja meiri gróður í búrið, aðallega á rótina en fann ekki heftibyssuna, nú er hún komin í leitirnar þannig líklega bætist eitthvað við.
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

sniðugt að nota heftibyssu, eru hefti semsagt safe, eru þau almennt ryðfrí eða þarf maður að kaupa ryðfrí hefti sérstaklega?
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Heftin ryðga og eiðast nokkuð fljótt upp en nokkur hefti eiga ekki að valda skaða á lífríkinu.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Flott rót sem verður flottari með gróðri
en þéttleikinn á rækjunum er enginn :)
hér er ein frá mínu rækjubúri :D
Image

kem fljótlega í bæinn og læt þig hafa nokkrar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
hrafnaron
Posts: 402
Joined: 23 Feb 2009, 18:56
Location: Reykjavík

Post by hrafnaron »

eru rækjurnar að fjölga sér svona? myndiru selja mér einhverjar rækjur?
Rena Biocube 50: tómt eins og er
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Þær eru duglegar að fjölga sér ef það eru engir fiskar í búrinu

Hlynur hvar fékkstu þessa rót ?
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Moskau
Posts: 19
Joined: 26 Apr 2009, 13:00
Location: Reykjavík

Post by Moskau »

Töff rót! Anubiasinn líka flottur :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Gudmundur wrote: Hlynur hvar fékkstu þessa rót ?
Ég tók rótina upp í ógreidd laun, mér reiknast til að ég hafi verið hálfan dag að vinna fyrir henni. :wink:
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Þetta búr er rosalega flott og rótin passar svo vel, sá þetta búr í gær.

Ég heimsótti Arnar (á spjallinu) um daginn og hann var með frábæra lausn varðandi hvernig maður festir gróður, bæði við rætur og ekki síst steina sem stundum er erfitt að eiga við.
Pínulitlar teygjur sem ætlaðar eru í hár, ég hef t.d. mikið notað þær þegar ég hef sett milljón fléttur í Birtu. Fást trúlega í næsta apóteki eða í einhverjum hárskrautsstandi í næstu búð.
Ég prófaði þetta sjálf og er brilliant lausn.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
henry
Posts: 583
Joined: 13 May 2009, 14:48
Location: Reykjavík

Post by henry »

Þegar ég var dreddaður 13 ára polli þá notaði maður teygjur ætlaðar í spangir. Þannig að ef apótekið segist ekki eiga í hár, þá biðja um fyrir spangir.
Post Reply