Jæja, ég var búin að gefast upp á að sjá bumblebee rækjurnar mínar fjölga sér en eitthvað gerðist og núna fjölgar þeim og fjölgar.
Þær eru í 25 lítra búri og ég er að spá hvort þið vitið hvað er skynsamlegt að hafa mikið af þeim saman? Þær eru núna orðnar óteljandi hvað mína þolinmæði til talningar varðar En stækka og dafna.
Ég væri til í að stækka búrið en er að fara að flytja í byrjun næsta árs svo ég er að passa mig vel að vera þæg svo að kærastinn samþykki stærri búr þegar að næsta heimili er komið.
Ég vil ekki lenda í að þetta drepist allt eða eitthvað áfall komi, mér finnst þetta búr í það minnsta fyrir mergðina er að myndast.
Rækjubúr
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli