Allavega. Við keyptum síðan stærra búr handa þeim eftir að hafa lesið á síðunni hér að þetta væri of lítið. Keyptum 54L búr með dælu og ljósi og öllu heila klabbinu. Og krakkarnir fengu sér 2 litlar "Gullfiskafeitabollur".
Og þá var allt vitlaust. Blái fiskurinn fór að leggja þessa tvo stóru í einelti og fór að kroppa í þá á fullu. Þessir stóru virkuðu smeykir og syntu í ofboði í burtu frá þessum bláa. (hann lét þessa litlu alveg í friði). Þannig að við tókum þann bláa úr búrinu og þá virtist allt róa sig aðeins. En nú er hann bara einn í búri og við vitum ekki hvort það er óhætt að setja hann með hinum.
Þetta varð frekar langt, enn spurningin er... Getur þessi blái slasað/hrætt/gert hinum eitthvað illt??? þeir virkuðu stressaðir með hann í stóra búrinu. Þetta er frekar mikið vandamál, því krakkarnir vilja auðvitað ekki missa þann bláa

Þannig að nú spyr ég ykkur fiskafróða fólk, hvað á ég að gera við þann bláa og er þetta gullfiskur???
Endilega látið ljós ykkar skína til að hjálpa mér.

http://www.fishfiles.net/up/0910/ic4j7 ... arkus2.JPG