ég var að gera vatnsskipti + "botnhreinsun" og vatnið í búrinu er svoldið mikið gruggugt. ég tók fiskana úr því og setti í fötu. hvað er best að gera til að það verði sem fyrst hreint?
afhverju tókstu fiskana úr og settir í fötu? Það er algjör óþarfi þó að vatnið verði gruggugt, hvernig helduru að vatnið sé í sumum pollunum sem fiskarnir eru í út í náttúrunni? Ef vatnið er eitthvað voða gruggugt þá gæturu prófað að skipta aftur um vatn, annars ætti gruggið að setjast á nokkrum tímum og svo vinnur hreinsidælan á grugginu líka. Skiptiru um vatn með slöngu eða fötu? var eitthvað undir mölinni, eins og gróðurnæring? Ef það er rót í búrinu þá gæti komið svolítið grugg af henni..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L