hvaða steina má setja í búr og hvað ekki

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

hvaða steina má setja í búr og hvað ekki

Post by JinX »

ég er að spá þetta með steina í búrið og sá í heiðmörk þessa rauðu möl og steina og var að pæla hvort þeir væru skaðlegir í búrið eða ekki?

svo veit ég hinsvegar um það að steinar sem eru járnríkir eiga ekki að fara í búrinn en svo er annað mál ég veit ekkert hvaða steinar innihalda járn og ekki :? væri gott ef einhverjir sérfræðingar í þessum málum kæmu kannski með lista yfir steina sem meiga og meiga ekki fara í búrinn sem þeir vita um :)
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Ætli það komi ekki einhver með svar fljótlega því þessi spurning kom upp á fundinum í Dýragarðinum áðan.
Ég náði nú ekki öllu en það var einhver rauð möl sem má ekki fara í búr, en annars mega flestallir íslenskir steinar fara í.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Það var einmitt talað um á þessum fundi að rauðamölin í Heiðmörk væri ekki góð - of mikið brennisteins... eða eitthvað svoleiðis í, get nú ekki haft það alveg orðrétt eftir Jóni.
Hins vegar er rauðamölin í Grímsnesinu fín.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

hehehe þvílík tilviljun að þetta hafi komið upp á fundinum áðan :D en annars takk fyrir svörinn.

en hvað með t.d granít og fl. veit einhver um það?
User avatar
Ásta
Posts: 5780
Joined: 18 Sep 2006, 15:12
Location: Í gettóinu
Contact:

Post by Ásta »

Ég er með granít í 500 búrinu mínu og það virðist vera allt í fína.
You can fool some people sometimes, but you can´t fool all the people all the time.
User avatar
JinX
Posts: 344
Joined: 25 Apr 2007, 23:36
Location: Hfj

Post by JinX »

það er gott að vita
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

Nota bara þennan þráð í stað þess að gera nýjan:

Ég er svo hrifinn að hrauni og var úti að velja nokkra litla steina til að setja í búrin. En það er smá mosi á einum þeirra og ég held það sé flottara að hafa hann á. Er það í lagi ??
-Andri
695-4495

Image
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Ég held að það sé í lagi, ekki að ég hafi neitt fyrir mér í því. Að því gefnu að honum hafi ekki verið velt upp úr napalmi og hreinu ediki þá ætti þetta að vera í lagi :P
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

hehehe já ég ætla að vona að það sé ekki tilfellið.
Ég er svo hræddur um litla catfish krílið, lítur út fyrir að vera svo viðkvæmur :oops:
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Mosinn er ok , hann brotnar niður á endanum niður í búrinu og reyndar éta sumir fiskar hann. Persónulega mundi ég hreinsa eins mikið af honum af og maður getur með góðu móti.
Post Reply