Óska eftir tilboðum í Ferdinand, 45-50 cm langan gíraffakattfisk. Hefur engan étið og er sauðmeinlaus, stórskemmtilegur karakter. Minni fiskar sækja til hans til varnar og skjóls fyrir stærri fiskum. Einstaklega gæfur og áhugasamur um umhverfi sitt og manneskjur.
Þessi þarf stórt búr sem hann getur rótað í. Er núna í 300 l sem honum líður vel í, enda er hann enginn sprettari.
Við erum nýbúin að fá þennan frá fyrri eigendum, en hann var í algjöru uppáhaldi hjá þeim. Óskum eftir góðu heimili fyrir þennan sérstaka fisk.
Myndir af lurknum:
TS: Auchenoglanis occidentalis / Gíraffi
Moderators: Vargur, Andri Pogo, keli