Vantar Ráðleggingar í Sambandi við Lima Shovelnose.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Vantar Ráðleggingar í Sambandi við Lima Shovelnose.

Post by Gremlin »

ÉG er með 12cm Lima Shovelnose sem ég hef ekkert séð borða síðan ég keypti hann sem eru sennilega 2 vikur sem ég er með í sérbúri og hef gefið Tropical Wafers fyrir kjötætur og Brine shrimp sem fæst nær allstaðar í frosnu kubbaformi. Fiskurinn er sprækur og hef svona reynt að lesa mér meira til um Shovelnose ég var að spá að prufa að gefa Lifandi og þá er spurningin hvað kæmi þá til greina. Ég var að spá að prufa Neon Tetrur eða aðra smágerða fiska sem kannski kosta ekki heilann helling. Eru einhverjir með þekkingu á þessum tiltekna fiski og einhverjar ráðleggingar.
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Prófaðu eitthvað hrámeti fyrst, t.d. rækjur. Lima eru venjulega feimnir fyrst og fer líklega aðallega á stjá þegar ljósinu eru farin, þannig að það borgar sig kannski að setja matinn í þá. Passaðu samt að það er alls ekki æskilegt fyrir mat að liggja í búrinu í meira en ca. klukkutíma.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

minn var hrifnastur af rækjum og leit ekki við töflum eða öðru ef ég man rétt.
-Andri
695-4495

Image
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Það er eðlilegt að þeir éti ekki fyrstu vikurnar.
Ég mæli með að þú kaupir nokkra fóður fiska til að koma honum í stuð og sættast við nýtt búr.
Td. nokkra ódýra en þó heilbrigða fiska sem passa kjaftinum hæfilega.
Minni barbar eða danio henta vel eða td sikliðu ungfiskar.
Gremlin
Posts: 260
Joined: 04 Nov 2007, 20:03
Location: Grafarvogur 112. Reykjavík

Post by Gremlin »

Hann dvelur eins og er í 180L búrinu ásamt 5 stálpuðum Brichardi seiðum sem mér áskotnaðist fyrir 6 mánuðum sem láta hann afskiptalausann og enda kannski aðeins of stór í trantinn á honum sem betur fer en allaveganna kíki ég í Fiskabúðir á Mánudaginn eftir Lifandi.

P.S Það eru nóg af felustöðum fyrir Brichardi enda sprækir sem hafa haldið honum ef til vill sprækum en við látum reyna á smærri fiska og rækjur og fylgjast betur með kauða.
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Prófaðu blóðorma, shovelnoseinn minn át ekki rækjur fyrr en eftir viku af blóðormum a.m.k.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply