Convict - stórt búr ?

Umræður um afrískar sikliður og amerískar í stærri kantinum

Moderators: Vargur, Hrappur, Ásta

Post Reply
User avatar
Gúggalú
Posts: 161
Joined: 19 Mar 2007, 21:27
Location: Norðurland

Convict - stórt búr ?

Post by Gúggalú »

Hvað þarf convict stórt búr ?

er að fara að skoða stærra hús í dag....skoða örugglega hvar ég geti komið fyrir 300 lítra búrinu sem mig langar svo í 8)
One out of three people is mentally ill. Ask two friends how they're doing. If they say they're OK, then you're it
Birkir
Posts: 1150
Joined: 22 Oct 2006, 13:34
Contact:

Post by Birkir »

Alsæll í 300l, það er á hreinu.

Þetta fer líka töluvert eftir því hversu gamall fiskurinn er og hversu margir og hvernig hinir fiskarnir eru sem verða væntanlega í búrinu.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Stærð á búri fyrir convict fer eftir því hvort þú ert með stakan fisk eða par og hvort þú ætlar að vera með aðra fiska með þeim. Sjálfur hef ég verið með fullorðið par í 100 l búri, ca. 45x45cm botnflot. Það gengur fínt en ég tek seiðin alltaf frá þeim smátt og smátt.
Ef þú ætlar að vera með par með öðrum fiskum þá þarftu stórt búr ef parið er fullvaxið. Hrygnandi par er alltaf með tómt vesen. Ég hef verið með par og aðra fiska í 240 l, það gekk en stundum með heljarinnar hamagang.
Eitt par í 300 l er alveg draumur og yrði gaman að fylgjast með þeim fylla búrið.
Stakur convict, sérstaklega karl, gengur hinsvegar nokkuð vel og er yfirleitt frekar friðsamur með öðrum sikliðum.
siggib
Posts: 11
Joined: 11 Apr 2007, 23:58
Location: Akureyri

Post by siggib »

Væri alveg til í smá pistil um þessa fiska hér frá einhverjum fróðum.
(var að byrja með par í 160 ltr búri og veit ekki mikið um þá)
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Mig hefði ekki grunað að convictar gætu verið svona skemmtilegir. Þótt þeir teljist frekar "einfaldir" þá eru þeir bæði flottir, og með gríðarlega skemmtilegan karakter.

Ég er ný fluttur sjálfur og setti upp nýtt c.a. 240lítra búr og í því er ég m.a. með eitt convictpar, ekki fullvaxið samt. Þau eignuðust nýlega sín fyrstu afkvæmi. Þegar ég kom heim úr vinnu í gær voru þau í fyrsta sinn tilbúin að sýna mér þau, og brágst ég auðvitað við með því að stela af þeim eins og 20 seiðum. Þau eiga þó nóg eftir sem þau forðuðu aftur inn í kókoshnetuna sem þau eiga fyrir heimili. Held það sé enn smá fíla í gangi því það var ekkert seiði komið út í morgun þegar ég vaknaði. Ég er jafnvel að hugsa mig um að taka ekki fleirri seiði af þeim og leyfa þeim að spreita sig sem foreldrar, það verður án efa gaman að fylgjast með því :)
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Convictar er fínir foreldrar og stórskemmtilegt að fylgjast mep uppeldinu hjá þeim, stundum sinnast parinu og þá fara seiðin oft fyrir lítið. Það getur eimmitt verið snjallt að taka frá hluta af seiðunum til að eiga eitthvað fari allt fjandans til.
guns
Posts: 359
Joined: 30 Nov 2006, 01:04
Contact:

Post by guns »

Ég hélt í smástund að ég væri búinn að fara yfirstrikið og þau væru farin að éta í stresskasti þegar ég var að taka frá þeim seiði.

En þá tóku þau þaug bara í munninn og skildu þau eftir í kókoshnetunni, frekar leiðinlegt að ég sjái ekkert þangað inn... of dimmt.
User avatar
Höddi
Posts: 176
Joined: 30 Jul 2007, 14:46
Location: Kópavogur

Post by Höddi »

Hvernig líta þeir út? Ég er alveg nýr í þessu, en er að læra :D
Gudjon
Posts: 1308
Joined: 18 Sep 2006, 19:34

Post by Gudjon »

Höddi wrote:Hvernig líta þeir út? Ég er alveg nýr í þessu, en er að læra :D

http://fiskabur.is/myndir_vefur/Greinar ... _grein.htm
Post Reply