Hæ
ég var að fá tvo Blágúrama(Trichogaster trichopterus )
Og ég veit bara ekkert um þá og hvaða fiska þeir meiga vera með
Og borða þeir bara venjulegan fiska mat ef ekki hvað þá ?
Og þeir vilja bara vera í horninu hjá plöntunni(Bleheri á íslensku)
Kv.Karen
___________________
120 l
Íbúar
3 gubby
1 Black molly
1 Tígrisbarbari
3 Neon tetrur
2 corydoras
2 Blágúrami
Blágúrama
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Af minni reynslu eru þeir oft frekar hlédrægir fyrst, en það ætti allt saman að lagast með tímanum...ég gaf þeim alltaf bara þennan venjulega flögufiskamat og það var allt í lagi...þeir eru mjög skemmtilegir í samfélagsbúrum, geta verið með sverðdrögum, regnbogahákörlum, neon tertum (og örðum litlum tetrum) og örugglega fleiri tegundir en ég þori ekki að telja neitt upp sem ég hef ekki sjálfur reynslu af ...veit reyndar dæmi þess að þeim semji ekki vel við skalla vegna þess að þeir eiga það til að narta í slörið.
Re: Blágúrama
Bleheri er latneska ekki íslenka, plantan heitir fullu nafni Echinodorus bleheri íslenka heitið er Amazon Sverðplanta eða einfaldlega bara Sverðplanta.Karen98 wrote:Hæ
ég var að fá tvo Blágúrama(Trichogaster trichopterus )
Og ég veit bara ekkert um þá og hvaða fiska þeir meiga vera með
Og borða þeir bara venjulegan fiska mat ef ekki hvað þá ?
Og þeir vilja bara vera í horninu hjá plöntunni(Bleheri á íslensku)
Það er ágætt að kynna sér fiska áður en maður fær sér þá, til að vita fyrir fram hvort þeir passi í búrið þitt, upp á búrfélaga og búrstærð að gera.
En gúraminn passar ágætlega í 120L búrið þitt. Þetta eru frekar feimnir fiskar. Borða almennan fiskamat en það er ágætt að gefa öðru hverju frosna blóðorma eða moskító lirfur. Verða um 10cm. Kallinn fær lengri og oddmjórri bakugga, kerlingin fær rúnaðan bakugga. Una sér best í gróðurmiklum búrum. Tveir karlar eru ekki góðir saman og oft gengur jafnvel ekki að hafa karl og kerlingu saman, nema ef það er nóg af felustöðum í búrinu.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L