Að láta smíða lok á fiskabúr

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
krullan
Posts: 9
Joined: 28 Oct 2009, 15:18

Að láta smíða lok á fiskabúr

Post by krullan »

Kostar það mikið? Er með 85 lítra búr og kettirnir mínir brutu lokið sem var á og ég var að spá í að smíða nýtt bara úr plexigleri vitiði hvort að það sé dýrt?
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

plexigler hentar illa í lok, það verpist í rakanum. Mæli frekar bara með glerplötu ofan á búrið, ætti ekkert að kosta neitt morð. ispan.is er með ágætis verð.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
krullan
Posts: 9
Joined: 28 Oct 2009, 15:18

Post by krullan »

ok nú verð ég að spyrja eins og asni en verpist? hvað er það? Ég er bara svo hrædd við að fá glerplötu því kettirnir hafa voðalegan áhuga á fiskunum :roll: og ég var með glerpötu sem brotnaði þegar einn kötturinn stökk uppá búrið. Það var að vísu frekar óstöðugt og var búið að kýtta saman á einum stað og virðist hafa gefið sig þar.
malawi feðgar
Posts: 771
Joined: 13 Feb 2008, 11:21
Location: Rvk
Contact:

Post by malawi feðgar »

ég er með plexi plötu á búri hjá mér þarf alltaf að snúa henni einu sinni í mánuði vegna þess að hún verpist, mæli með glerplötu bara hafa hana það þykka að hún þoli kettina
600L malawibúr, 325L gróðurbúr, 85L gróðurbúr.

kveðja.
Pétur og Guðni.
Hrafnhildur
Posts: 107
Joined: 19 Jan 2007, 15:04

Post by Hrafnhildur »

eða bara járnplötu, líklegast ódýrasti kosturinn og sá sterkasti
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

krullan wrote:ok nú verð ég að spyrja eins og asni en verpist? hvað er það? Ég er bara svo hrædd við að fá glerplötu því kettirnir hafa voðalegan áhuga á fiskunum :roll: og ég var með glerpötu sem brotnaði þegar einn kötturinn stökk uppá búrið. Það var að vísu frekar óstöðugt og var búið að kýtta saman á einum stað og virðist hafa gefið sig þar.
Þegar platan verpist byrjar hún að bogna, endarnir lyftast.
ég er sjálfur með plexiplötu yfir litlu búri og endarnir hafa lyftst aðeins.
ég held að þokkalega þykk glerplata ætti að halda köttunum
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

Eða bara lakkaður kriossviður.
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

það er bara spurning með ljósabúnað? er það eitthvað sem lá á glerinu eða hvað?
-Andri
695-4495

Image
User avatar
prien
Posts: 562
Joined: 02 Jul 2009, 22:00
Location: Innri Njarðvík

Post by prien »

5mm glerplata heldur hvaða ketti sem er.
Muna bara að taka nótu og láta köttinn borga :)
Post Reply