Núna eru farnir að myndast brúnir þörungar í búrinu mínu, það var skipt um vatn fyrir viku síðan en þörungarnir hafa bara ágerst.
Þeir eru aðalega á plöntunni(gervi) og aðeins í sandinum.
Fiskarnir virðast samt vera eðlilegir og haga sér eðlilega.
Mér var sagt að það ætti að láta 1 tsk af salti í búrin og það kæmi í veg fyrir óæskilega þörungamyndun.
Ég vill hins vegar ekki gera það fyrren ég hef fengið álit frá fleirum.
Mhm ég set alltaf salt líka, fer reyndar eftir búrstærð hve mikið...skín sól beint á búrið hjá þér eða? það getur haf mikil áhrif, hve mikil birta nær að skína á búrið...meirað segja dæmi um að orsökin felist í lélegum gardínum
Minnka ljósatímann, slökkva fyrr á ljósunum í búrinu, ef að sólin skín á búrið myndast líka auðveldlega þörungur.
Ekki nota salt. Það er hægt að kaupa þörungasköfur í dýrabúðum, sjálfur nota ég hreinan uppþvottabursta til að hreinsa þörunginn, virkar vel.
Mín reynsla er reyndar sú að salt örvar brúnþörungs myndun.
Ég hef barist oft við þann brúna í nokkrum búrum hjá mér og reynt ýmislegt. Hann fer yfirleitt sjálfur með tímanum. En ég fann fisktegund sem er rosalega dugleg að eta hann. Það var kínversk glersuga. Hreinsaði búr hjá mér sem var mikill brúnþörungur á einni helgi. Hún ku víst geta orðið árásargjörn þegar hún stækkar. Hef þó ekki lent í því.