Ég er með anubias í 240 l. búri, ég hef átt hann í mörg ár og hann er orðinn ansi stór, 40 cm og nær alveg á milli bak og framhliða búrsins.
Á síðustu dögum hefur hann verið sérstaklega hress og er farinn að blómstra.
Úr blóminu tilvonandi hafa streymt loftbólur af krafti í 2 daga og eru 1-2 loftbólur á sekúndu.
Á myndinni má sjá loftbólurnar fljóta upp.
Já þetta er mjög flottur anubias.
Verst að laufin eru byrjuð að verða götótt, hvort sem það er út af næringarskorti eða afþví að ancistra eða pleggi er að naga hann á nóttinni
Blómið er eiginlega ennþá, en núna er ekki 1-2 loftbólur á sec, heldur örugglega 20-50 örsmáar sem streyma upp á hverri sec!
Gaman að segja frá því að lýran á fyrstu myndinni, er á þessari mynd sem ég tók og myndin vann ljósmyndakeppnina einhvern mánuðinn (ágúst held ég)
en stærri sverðdragara karl, drap hann fyrir nokkrum vikum
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L