hérna er mynd af KK jack dempsey, sem ég á

stór og fallegur, með hnúð á hausnum, með oddhvassa ugga og fallega blár. Kerlingin hans verður kolsvört á búknum þegar hún vill hrygna með honum og hann dansar fallega fyrir hana á meðan og sýnir henni hvað hann er stór og flottur.
Þegar þínir hrygna þá áttu eftir að taka eftir því að það er kerlingin sem passar hrognin og blakar yfir þeim, á meðan karlinn syndir um búrið og passar upp á það að enginn fiskur komi nálægt hrognunum.
Þegar sá stærri hjá þér, missir litinn, þá er hann bara stressaður. Þeir eiga fljótt eftir að venjast umferðinni í kringum búrið, en á myndunum virkar það rosalega bjart

það er ekki í eðli fiska að halda sig þar sem það er bjart, kannski þessvegna þeir eru stressaðir hjá þér. Annars eru JD frekar felugjarnir fiskar, vilja hafa mikið af gróðri, rætur og grjót.