Ég er búinn að vera að föndra smá fyrir veturinn svo að fiskarnir í tjörninni minni hafi nóg að bíta og brenna. Ég gerði semsagt þennan matara úr pvc, pet plasti, servo úr fjarstýrðum bíl, litlum 8 pinna avr örgjörva og 2l kókflösku. Ég get stillt hvenær hann gefur og hvað hann gefur mikið án mikilla vandræða, ásamt því að full 2l kókflaska afmat ætti að duga í amk nokkrar vikur.
Smá video svo þið sjáið hvað ég er að tala um:
<embed src="http://www.youtube.com/v/cibgpj2R-pg&hl=en_US&fs=1&" type="application/x-shockwave-flash" allowscriptaccess="always" allowfullscreen="true" width="425" height="344"></embed></object>
Servoið snýr skammtara inn í pvc fittinginu. Skammturinn sem þetta gefur eins og er er uþb ein matskeið og þetta ætti að geta tekið hvaða mat sem er, jafnvel flögur.
Fjöldaframleiðsla, ég veit það ekki alveg, spurning hvort það myndi eitthvað borga sig?
Síkliðan wrote:Helvíti ertu gáfaður maður. Hvað ertu að gefa þarna? Ocean Nutrition?
Já, þetta er ocean nutrition síkliðufóðrið sem ég er að prófa þarna. Svipuð stærð og koi fóðrið sem ég nota í tjörninni.
Það er lítið mál að gera fleiri svona og minni, þannig að hugsanlega geri ég þetta fyrir seiðabúr og svona þar sem ég þarf að gefa oft á dag. Líka lítil fyrirstaða að smíða svona fyrir aðra þegar ég er búinn að fínpússa hönnunina.
væri kannski smá sniðugt að gá hvað 2l flaska dugir í marga skammta til að geta reikna út svona sirka hvenær það þarf að fara fylla á! annars er þetta ekkert smá sniðugt