Er að leita af svartri möl í 720l búr

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Er að leita af svartri möl í 720l búr

Post by Bambusrækjan »

Ég er að leita að svartri möl. Ca 3 -5 mm kornastærð. Ég var að spá hvort einhver vissi hvar hægt væri að fá góða möl.
Ég tími varla að punga út 20 þús kalli fyrir möl , þar sem ég er að fara setja í frekar stórt búr :? En það er líklega það sem það myndi kosta út úr dýrabúð.

Ég fór í Björgun , en þeir eru bara með sjávarmöl ( sem ég vil alls ekki)
einnig fór ég í Þrótt og voru þeir með svartan sand úr námu inn í landi, en hann var of fínn ( þéttur).
User avatar
Andri Pogo
Posts: 5003
Joined: 26 Mar 2007, 17:58
Contact:

Post by Andri Pogo »

ég er með perlumöl úr BM Vallá í mínu 720L, ekki kolsvört en dökkgrá.

gömul mynd en sýnir mölina:
Image

þetta kostar bara nokkra þúsundkalla, er minnir mig í 40kg pokum, ég er með 130kg í búrinu.
-Andri
695-4495

Image
User avatar
Sven
Posts: 1106
Joined: 20 May 2007, 09:21

Post by Sven »

er ekki svolítið af skeljum í perlumölinni? Gæti haft áhrif til að hækka Ph. Annars er ég með einhvern mulning út Björgun í búrinu hjá mér, kostaði um 1000 kall allt í allt, en það fóru nokkrir klukkutímar í að skola :)
User avatar
Guðjón B
Posts: 1510
Joined: 13 Mar 2009, 13:59
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Guðjón B »

ég er ánægður með perlumölina frá BM Vallá :)
Kv. Guðjón Bergmann
180L
54 L
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Ég er með eins möl og Andri úr BM Vallá, mjög falleg og kemur vel út.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

ég er með úr björgun 120 kíló og ég er sáttur. tæmdi og fyllti búrið um 5 sinnum og lét svo góssa.
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Staðan er sú að eftir að hafa farið á 4 staði. Björgun , Þrótt , ( hringdi í Fínpússningu) þeir selja steinana sem eru notaðir þegar hús eru steinuð og loks í Gólflagnir , en þeir eiga perlu möl sem er búið að fjarlæga allar skeljar og kuðunga úr. Þá fann ég ekki kolsvarta möl. Perlan er svoldið bláleidd. Ég endaði með að tala við Tjörva og hann átti til bika svarta möl. Næstum fullkomin ef hún væri ekki dálítið oddhvöss, en það verður í lagi þar sem ég kem ekki til með að hafa fiska sem róta í botninum. En hún kostar samt slatta , þar sem hún er innflutt og ég þarf mikið af henni. En allavega þá fann ég flotta svarta möl, hún var bara ekki eins ódýr og ég hafði vonað. Sandurinn hjá Þrótti var reyndar svartur(smá brúnleitur) en hann var bara of fínn. Kornastærðin var allt frá 0,5 mm upp í svona 10 mm.
Vargur
Posts: 8605
Joined: 15 Sep 2006, 12:03
Location: Mosfellsbær

Post by Vargur »

Ég á innflutta kolsvarta möl handa þér en hún kostar reyndar svolítið, 2.200 kr 10 lítrar.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég fékk einu sinni fötu með svartri möl sem sögð var koma frá Stokkseyri eða einhvernstaðar þar í kring hún var reyndar frekar gróf en myrkrið hafði varla séð það svartara :shock:
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Vargur wrote:Ég á innflutta kolsvarta möl handa þér en hún kostar reyndar svolítið, 2.200 kr 10 lítrar.
Ég skoðaði einmitt vefverslunina hér , en sá ekki að þú værir með sand.
Ég leitaði undir ýmislegt. Kolsvartur sandur er ekki auðfundinn :?
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Gudmundur wrote:ég fékk einu sinni fötu með svartri möl sem sögð var koma frá Stokkseyri eða einhvernstaðar þar í kring hún var reyndar frekar gróf en myrkrið hafði varla séð það svartara :shock:
Var það sjávarmöl ?
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Bambusrækjan wrote:
Gudmundur wrote:ég fékk einu sinni fötu með svartri möl sem sögð var koma frá Stokkseyri eða einhvernstaðar þar í kring hún var reyndar frekar gróf en myrkrið hafði varla séð það svartara :shock:
Var það sjávarmöl ?
Voða er þér ílla við sjóinn :)
þetta var sjávarmöl já eða svo sagði sagan sem fylgdi fötunni
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég lenti bara svo illa í brúnþörungi einu sinni. Það var eins og eitthvað væri að smita næringarefnum í vatnið fyrir brúna kvikindið. Ég hef heyrt að skeljar eða kuðungar eða eitthvað í sjávarmöl geti mögulega gert það . Án þess þó að vera 100 % viss. Las einhversstaðar að slíkt gæti gerst. Ég er kannski kominn með brúnþörungs fóbíu :P
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Bambusrækjan wrote:Ég lenti bara svo illa í brúnþörungi einu sinni. Það var eins og eitthvað væri að smita næringarefnum í vatnið fyrir brúna kvikindið. Ég hef heyrt að skeljar eða kuðungar eða eitthvað í sjávarmöl geti mögulega gert það . Án þess þó að vera 100 % viss. Las einhversstaðar að slíkt gæti gerst. Ég er kannski kominn með brúnþörungs fóbíu :P
Var þetta þá eitthvað loðið ?
þú ert varla að tala um þann sem leggst á glerið og dót og ancistra klárar á góðum degi
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

Ég hef reyndar lent í þessum brúna loðna líka, í sama búri , hann var reyndar hálf svartur. Náði að hreinsa hann burt. En þessi brúni klassíski, ég lenti svo illa í honum að þörunguæturnar höfðu engan veginn undan. Var með 5 stóra SAE 2 Ancistrur. Hann lagðist á allar plöntur og gerði þær vel ógeðslegar. Einnig var hann alltaf að gera fína steinbakgrunninn minn brúnan eða öllu heldur svartan. Bölvaður óþveri. Hann var reyndar meira svartur en brúnn allavega á plöntunum. Ég hef tekið eftir því að ef ég salta eitthvað búr sem ég er með í gangi, birtist sá brúni yfirleitt nokkrum vikum seinna. Svo hef ég sum búr þar sem ég hef ekkert tekið eftir honum.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Hvað var þetta stórt búr sem var svona mikill þörungur í? Varstu ekki bara með svo fáar ancistrur? t.d eru SAE mesta bara að borða hárþörunginn en ekki þennan venjulega brúna þannig að hafa marga svoleiðis gerir kannski lítið þegar þeir borða það ekki :P, en ancistrur eru sjúkar í þennan venjulega þörung sem og gibbar sem ég hef átt, þeir hafa stútað þörungnum á nokkrum dögum þó hann sé kominn út um allt búrið, líka oft stærri en ancistrurnar og afkastameiri :)
200L Green terror búr
User avatar
Bambusrækjan
Posts: 443
Joined: 06 Apr 2009, 23:52
Location: Reykjavík

Post by Bambusrækjan »

þetta var 450 L búr. Ég skal ekki segja hvort ég hafði of fáar ancistrur, málið er bara , eftir það sem ég hef lesið. Þá á brúnþörungur ekki að lifa vel í cycluðubúri með fullt af plöntum. yfirleitt deyr hann bara og er bara byrjunar vandamál í búrum. En ef hann fær næringu úr einhverju, yfirleitt úr möl , getur hann orðið mikið vandamál. Þar sem sá brúni er í raun ekki beint þörungur, heldur er hann diatom, sem nærast á ákvenum efnum í vatninu.
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

En hann getur svo sem alltaf komið upp í búrum, ég er t.d með 4 ancistrur og 1 SAE í 180L og það mætti ekki vera minna, enginn brúnn þörungur en slatti af hárþörungi þar sem ég var ekki með SAE í svolítinn tíma og hann er svo lítill ennþá að hann hefur varla undan. Miðað við hvað fólk er oftast með margar ancistrur þá eru 2 örugglega of lítið í svona stórt búr til að hafa eitthvað undan svona þörungamyndun.
Ég er t.d með einn gibba (common pleco) sem er um 20 cm í 400 L búrinu mínu og það er ekki sjáanlegur þörungur en hann var samt orðinn svolítill í búrinu fyrir en eftir hreinsun frá gibbanum þá hefur hann ekki komist á skrið aftur.
200L Green terror búr
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

Sirius black: 'common pleco' (Hypostomus plecostomus) er pleggi, en gibbi er Pterygoplichthys gibbiceps :)

Hef lesið að þessi brúni "klassíski" þörungur, komi ef ljósið er lélegt eða of lítið, ef búrið er nýtt, of mikið gefið..
Ancistrur, gibbar, pleggar og eplasniglar éta þetta með bestu list.
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
User avatar
Sirius Black
Posts: 842
Joined: 12 Oct 2007, 19:11
Location: Hafnarfjörður

Post by Sirius Black »

Lindared wrote:Sirius black: 'common pleco' (Hypostomus plecostomus) er pleggi, en gibbi er Pterygoplichthys gibbiceps :)
Já ok, hef alltaf rekist á að ef einhver segjist eiga gibba þá er þeim bent á að þetta sé ekki gibbi heldur common pleco þannig að ég hélt að þetta væri þannig :) en þá er ég með þennan Gibba :P
200L Green terror búr
Post Reply