Á erfitt með að finna mér fróðleik en það er komið skalapar í búrið mitt, ekki parið sem ég vildi, annar er koi-skali og hinn svona röndóttur! Ætlaði mér að gefa félaga mínum þennan röndótta og leyfa hinum tvem (koi) að vera. En fyrst þetta er orðið svona þá langar mig til að prófa útkomuna af þeim tvem!
Þeir eru í samfélagsbúri núna þannig að þeir stressast alltof mikið upp og éta hrognin, þannig að ég ætla mér að finna lítið nett og ódýrt búr sem ég get sett þau í og látið hrygna. Þá kemur að spurningunni minni.
Á ég að leyfa þeim að sjá um hrognin eða á ég eftir hrygningu að setja þau aftur í hitt búrið og leyfa hrognunum/seiðunum að vaxa og dafna í friði.
Og hitt, er erfitt að koma upp skala-seiðum?
Skalar að hrygna.
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Prófaðu að leyfa þeim að hugsa um hrognin, stundum eru þeir prýðisforeldrar.
Seiðin geta verið til smá vandræða fyrst þar sem munnurinn á þeim er of lítill til að taka nýklakta artemíu fyrstu dagana. Eftir það er þetta ekkert mega mál, bara spurning um að gefa reglulega og halda vatnsgæðum góðum.
Seiðin geta verið til smá vandræða fyrst þar sem munnurinn á þeim er of lítill til að taka nýklakta artemíu fyrstu dagana. Eftir það er þetta ekkert mega mál, bara spurning um að gefa reglulega og halda vatnsgæðum góðum.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net