Er með búr sem ég er búin að eiga í um 1 og hálft ár og perurnar því jafngamlar búrinu . En er svona að spá hversu langur er líftími pera í fiskabúrum, sem sé hvenær eru þær orðnar daufari og lélegri en nýjar perur og sem sé hvenær maður þarf að skipta þeim út.
Er að leitast eftir hvað framleiðendur telja að sé líftíminn og ef einhver veit um síðu eða eitthvað svoleiðis sem er hægt að sjá þetta væri það mjög gott en þetta eru T8 perur sem ég er með (Sylvania).
Almennt held ég að talað sé um að láta ekki líða meira en 1 ár milli peruskipta.
Mig minnir að perur tapi allt að 50% af eiginleikum sínum á 6 mánuðum.
Í plöntubúrum þar sem þarf að nýta alla lýsinguna fyrir plöntur, þá er gott að skipta perunum út á 8-10 mánað fresti, og á ekki öllum í einu, heldur með jöfnu millibili.
Í venjulegum búrum þar sem þarf ekki mikla lýsingu skiptir maður bara þegar manni finnst ljósið vera að verða ljótt.
ok takk fyrir þetta þá þarf ég að fara að huga að skiptingu á perum hjá mér í þessu búri , reyndar vaxa plönturnar ágætlega og eru ekki ljótar ennþá í þessu búri þrátt fyrir gamlar perur þannig að ég kannski geymi það aðeins lengur