Rækjur horfnar

Almennar umræður um fiska og tengda hluti sem ekki tilheyra öðrum flokkum

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Rækjur horfnar

Post by rabbi1991 »

Þannig eru nú mál með vexti að ég var með 7 amano rækjur. Þær lifðu vel þar sem nóg af gróðri var til að fela sig í en þurfti að klippa mest allt burt þar sem alsherja þörungaárás kom. En núna þegar ég var að skoða búrið vel sést ekki ein rækja. Það eru engar leifar eða ummerki að þær hafi nokkur tímann verið þarna. Er opinn fyrir öllum svörum. Stór efa að fiskarnir átu þær þar sem þær voru vel stórar og sumar með hrogn.
User avatar
Elma
Posts: 3536
Joined: 26 Feb 2008, 03:05
Location: Í bóli Vargs
Contact:

Post by Elma »

með hvaða fiskum voru þær með í búri?
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
audun
Posts: 228
Joined: 24 Apr 2008, 00:57

Post by audun »

fóru þær ekki með gróðrinum hehe
User avatar
stebbi
Posts: 462
Joined: 30 Aug 2007, 19:05
Location: Breiðholt

Post by stebbi »

kannski hentiru þeim öllum óvart :roll:
Don´t drink water
fish f*** in it
http://madkur.bloggar.is/
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Hvaða fiskar voru með þeim?
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
rabbi1991
Posts: 221
Joined: 10 May 2009, 03:23
Location: Reykjavik, 112

Post by rabbi1991 »

molly, eldsporður, rygsuga. held þessi brúsknefur en bara 2 pinnar sem standa upp ekki heill brúskur, bláhákarl
User avatar
keli
Posts: 5946
Joined: 25 Jan 2007, 09:32
Location: rvk
Contact:

Post by keli »

Þessir fiskar eru allir frekar líklegir til að gæða sér á rækjunum :) Afar ólíklegt að þær hafi verið mikið meira en bragðgott snakk fyrir þá.
Hýstu myndirnar þínar ókeypis á http://www.fishfiles.net
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

ég er ánægður með það að menn splæsa í gott fóður í fiskana rækjur og hrogn
ef að rækjurnar hafa verið aðeins of harðar til að fiskarnir gætu étið þær þá hefur það breyst þegar þær höfðu hamskifti

Bláhákarlinn hefur eflaust fengið flestar
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Post Reply