Page 1 of 1

Eru til sjávar snákar á íslandi eða fiskar sem líkast þeim?

Posted: 29 Nov 2009, 20:35
by sono
Góðan dagin langaði að athuga hvort að einhver vissi hvort að það væru til sjávarsnákar á íslandi eða fiskar sem eru líkir snákum ?

Ég fór í nauthólsvík áðan og var að ná í sjó í fötu þá kom rosalega skrítinn fiskur í fötuna eða hvað sem þetta var , líktist snáki í útliti var langur og mjór og gulur að frama og með eld rauðan enda var sem sagt tvískiptur og synti eins og snákur svona í hringi upp vatnið , ég prufaði að setja prik ofan í fötuna og hann vafði sér utan um það . Var því miður ekki með myndavél með mér . Er búin að reyna leita að einhverjum upplýsingum á netinu en fann ekkert .

Posted: 29 Nov 2009, 20:46
by Elma
giska á að þetta hafi verið sprettfiskur??

http://www.fiskaspjall.is/viewtopic.php?t=434

var hann eitthvað líkur fisknum í keppni IX?

Fiskur

Posted: 29 Nov 2009, 21:06
by sono
Líkur honum að framan hann var ekki með svona rönd á bakinu og var með eld rauðan enda með svona odd hvössu úr bakinu .

Posted: 29 Nov 2009, 22:31
by Squinchy
Væri spennandi að sjá hvort svona fiskur lifi við 25°

Hér kemur mynd

Posted: 29 Nov 2009, 23:03
by sono
Ég fór aftur til að athuga hvort að ég myndi finna fleiri svo var ekki . En tók myndir af þessum 1 sem ég fann er orðin svoldið upp skrælnaður á þessari mynd , best hefði verið ef að ég hefði náð mynd af honum á lífi .

Image


Ef að einhver getur zoomað inn á myndina þá sjást broddarnir á bakinu fatta ekki hvað það er .


Getur verið hvað sem er en synda sandormar hringlaga upp ?

Posted: 29 Nov 2009, 23:10
by Bambusrækjan
Er þetta ekki bara venjulegur sandormur ? Ég gróf svona kvikindi upp niður í fjöru þegar ég var krakki. Þeir voru einmitt með gadda , virkilega ógeðslegir.

Posted: 29 Nov 2009, 23:35
by ulli
þetta er sand ormur :æla:

ps sprettfiskurin lifir ekki í 25c....

er samnt fínasta fóður :P

Posted: 30 Nov 2009, 11:52
by Elma
(Arenicola marina) eða Lugworm, sandmaðkur.

langt síðan ég hef séð þessi kvikindi.

ormur hehe

Posted: 30 Nov 2009, 12:57
by sono
Ó ókey þá veit ég það .:)

Posted: 30 Nov 2009, 22:03
by Arnarl
Múrenur og Álar eru svipaðir snákum.

Posted: 30 Nov 2009, 22:04
by rabbi1991
er þetta ekki bara áll sem er að fara úr gula stiginu yfir í þetta brúna. Man ekki nöfnin á stigunum

Posted: 30 Nov 2009, 22:09
by Jakob
Klárlega sandormur, sandormar eru eitt af því fáa sem að mér finnst virkilega ógeðslegt.

Posted: 30 Nov 2009, 22:18
by animal
Squinchy wrote:Væri spennandi að sjá hvort svona fiskur lifi við 25°
Mögulega með mikilli loftun, en þó líklegra í eftir því sem hitastig er lægra, sjávarpollar hér verða of mjög heitir yfir hásumarið og hef ég fundið allan fjandan í svoleiðis pollum 20+ , en það er að vísu ekki nema í stuttan tíma á fjöru.