Page 1 of 2

Nanó sjávarbúr

Posted: 29 Nov 2009, 22:18
by Jakob
Er að fara að setja upp nanó búr. Er með nokkrar spurningar, byrja á þessari og kem með fleiri ef/þegar þurf er á.

Hversu þykkt ætti glerið að vera (Málin eru: 20cm X 15cm X 20cm LBH).

Posted: 29 Nov 2009, 22:25
by keli
4-5mm ætti að vera feykinóg.

Posted: 29 Nov 2009, 22:26
by Squinchy
5mm mjög gott

Posted: 29 Nov 2009, 22:40
by Jakob
Hvernig ætti ég að hafa ljósabúnað?
1. Peru, hversu margar? hversu mörg vött/K, hversu langar?
2. Díóður, hvernig framkvæmirmaður það?

Ljósabúnaðurinn á að vera frekar góður/mjög góður.

Posted: 29 Nov 2009, 22:58
by keli
Lýsing fer bara eftir hvað þú vilt hafa í búrinu. Ég er rosalega hrifinn af ljósdíóðum, en startkostnaðurinn er hár. Rekstrarkostnaður er þó enginn þar sem díóður endast í 5-10 ár easy.

Posted: 30 Nov 2009, 02:07
by rabbi1991
þarf eitthvað spez díóður? getur maður ekki skottast í íhluti og keypt á klink. Tengt við gamlan spennubreyti fyrir tölvu. Tengt viðnám við og málið er dautt. Borar svo göt á álplötu til að fá kælingu. ef það er ekki nóg bara sett viftu eða stækkað álflötinn?

Posted: 30 Nov 2009, 08:29
by keli
rabbi1991 wrote:þarf eitthvað spez díóður? getur maður ekki skottast í íhluti og keypt á klink. Tengt við gamlan spennubreyti fyrir tölvu. Tengt viðnám við og málið er dautt. Borar svo göt á álplötu til að fá kælingu. ef það er ekki nóg bara sett viftu eða stækkað álflötinn?
Þú þarft 3w díóður, cree eða luxeon helst. Noname 3w kosta um 1500-2000kr/stk í íhlutum. Það þarf svo að leggja þær á ca 5cm fresti til að fá nægt ljós. Og þá er driverinn eftir, því það dugar ekki bara að smella viðnámi á þessar stóru díóður, þær myndu endast stutt þannig.

Posted: 30 Nov 2009, 13:09
by Jakob
Jæja kíttað gler frá íspan 20x15x20 kostar 5900kr gott mál bara.
Með dælubúnað, spurning hvort maður ætti að smíða sump, hvað ætti hann að vera stór til þess að nægja?

Posted: 30 Nov 2009, 13:17
by keli
sumpur væri snilld, en búrið er svo lítið að hann yrði jafn stór og það... Ég myndi bara láta powerhead duga. Þetta eru bara 6 lítrar er það ekki? Þú verður ekki með mikið í þessu búri, og getur líklega sloppið með 4 leds easy. (ég get selt þér allt sem þú þarft í leds ef þú vilt)

Posted: 30 Nov 2009, 14:20
by Jakob
Ég hafði hugsað mér að hafa sumpinn jafn stórann ef ekki stærri en búrið, en í búrið fara bara kórallar og einhverja hryggleisingja. Kannski ég láti powerhead duga í bili og hendi inn sump kannski eftir nokkra mánuði þegar búrið er vel up and running. Ég sendi þér ep. út af led-unum.

Posted: 30 Nov 2009, 20:14
by Squinchy
Persónulega myndi ég skella sump á þetta búr ef þú hefur plássið, þá lostnar þú við allan búnað ír búrinu = Meira pláss fyrir kóralla og meira pláss fyrir t.d. lítinn skimmer, filter mediu og refugium

Posted: 30 Nov 2009, 20:52
by Jakob
Er búinn að redda 50L sump, fæ mér ekki skimmer strax. :-)

Posted: 01 Dec 2009, 15:08
by Jakob
Eru 6x 3w cree díóður næg lýsing fyrir einfalda kóralla eins og zoas, candy cane og fleira.

Posted: 01 Dec 2009, 19:37
by keli
Já, og jafnvel fyrir erfiðari kóralla.

Posted: 01 Dec 2009, 19:39
by Jakob
:góður:

Posted: 02 Dec 2009, 19:06
by Jakob
Myndarlegasti sumpur frá Malwi feðgum kom í hús í gær, byrja að smíða skápinn undir búrið á morgun.
Spurning um að færa þetta í saltvatns-forumið.

Posted: 02 Dec 2009, 19:19
by Andri Pogo
fært

Posted: 03 Dec 2009, 20:21
by Jakob
Byrjaði að smíða skápinn í dag, þetta er meira en bara kassi vegna þess að það verður að vera pláss fyrir búr undir sumpnum í framtíðinni. :P
Ein mynd af sumpinum sem ég fékk frá Malawi feðgum á góðan díl og þakka fyrir það.
Image

Ætla að gera overflow via la squinchy úr aquaclear hang on back dælu.

Posted: 03 Dec 2009, 21:37
by Squinchy
Eru komnar teikningar af skápnum ?

Er þetta fitting í lokinu úr málmi ?

Posted: 03 Dec 2009, 21:39
by malawi feðgar
þetta er koparfittings mjög auðvelt að fjarlægja en var allataf til friðs hjá mér getur verið verra í saltvatni.

Posted: 03 Dec 2009, 21:41
by Squinchy
Okei þá myndi ég láta það fjúka, virkar í fersku vatni er ekki í saltinu, skella PVC í þetta gat í staðinn

Posted: 03 Dec 2009, 22:08
by Jakob
Fjarælgi þetta þá bara, hvernig í déskotanum gerir maður það? Skrúfað úr?
Já ég er kominn með teikningar, google sketchup:
Image
Image

Posted: 03 Dec 2009, 22:13
by keli
Er ekki málið að hafa búrið aðeins stærra fyrst að skápurinn leyfir það?

Posted: 03 Dec 2009, 22:18
by Jakob
Nei, vil klárlega hafa þetta lítið, kannski kemur annað búr við hliðina einhverntíman. :)

Posted: 03 Dec 2009, 22:18
by Guðjón B
afhverju að hafa búrið ekki mikið stærra?

Posted: 03 Dec 2009, 22:18
by Jakob
Aukinn kostnaður á marga vegu.

Posted: 03 Dec 2009, 22:21
by Guðjón B
ég fatta :idea: ... sumpurinn er bara svo stór miðað við búrið

Posted: 03 Dec 2009, 22:23
by Jakob
Tæknilega séð er búrið 60L, miðað við vatnið sem rennur í gegnum það.

Posted: 13 Dec 2009, 01:57
by Jakob
Jæja, búinn að smíða skápinn. Nú vantar bara búrið og ljósabúnaðinn.
Image
Pikkaði upp ókeypis fiskabúr um helgina einnig. Er að tékka hvort það haldi vatni, virðist gera það, búrið er 85x40x40=160L.
Image

Posted: 13 Dec 2009, 04:13
by Squinchy
Glæsilegt, ertu að spá í að nota þetta búr sem display eða sump ?