Ankistru fjölgun.

Spurningar og svör um uppsetningu búra, sjúkdóma, hvaða fiskar passa saman osf.

Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli

Post Reply
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Ankistru fjölgun.

Post by Jakob »

Ef að maður er með t.d. Venjulegan Ankistru KK og Longfin Albino KVK, hver yrði útkoman hjá þeim 2?
Yrðu seiðin long fin er aðalspurningin?
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Re: Ankistru fjölgun.

Post by Gudmundur »

Síkliðan wrote:Ef að maður er með t.d. Venjulegan Ankistru KK og Longfin Albino KVK, hver yrði útkoman hjá þeim 2?
Yrðu seiðin long fin er aðalspurningin?
Góð spurning
ég mundi halda ekki ef karlinn er hreinn

en það var eitthvað man ég með longfin skala sem ég man bara ekki nákvæmlega í augnablikinu sem er þó fast í hausnum á mér sem fær mig til að skrifa þetta langa lengi sem var eitthvað skrítið :shock:

ég þyrfti að grugga í bókina mína góðu
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Hebbi
Posts: 115
Joined: 05 Aug 2009, 18:43
Location: Mosó
Contact:

Post by Hebbi »

er ekki sniðugt að prófa bara og sjá hvað skeður..
en fer það ekki líka eftir því hvernig gen kk er með?
this is mine..
20L
30L
páfagaukar, hundar og kettir....
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

bókin góða Genetics for aquarists
þar stendur að sumir fiskar eins og td. long fin skalar séu með ríkjandi gen þannig að undan venjulegum og long fin koma bara long fin en síðan undan þeim seiðum koma 75% long fin og 25% venjulegir sem sínir að long fin sé ríkjandi gen og þar segir líka að bardagafiskar séu með sama ruglinginn

en ekkert er minnst á ancistru þannig að trúlegast verða öll seiðin brún venjuleg en endilega prófaðu
síðan gæti verið gaman að sjá hvernig kæmi undan seiðunum 25% albino og líklegast 25% long fin en hvernig það myndi mixast væri gaman að sjá kannski 12,5 % albino long fin

Núna er ljóst að þú verður að prófa og rækta undan seiðunum
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
Gudmundur
Posts: 2115
Joined: 20 Sep 2006, 14:30
Location: Kópavogur
Contact:

Post by Gudmundur »

Hebbi wrote:er ekki sniðugt að prófa bara og sjá hvað skeður..
en fer það ekki líka eftir því hvernig gen kk er með?
Jú ef karlinn er eitthvað blandaður þá kemur önnur útkoma
ef karlinn er td. hálfur albino þá verður blandan 50/50 albino/venjulegt
www.fiskabur.is
skemmtileg heimasíða
User avatar
Jakob
Posts: 4544
Joined: 05 Dec 2007, 16:16
Location: Unknown

Post by Jakob »

Mig vantar búrpláss það er það eina, ætla örugglega að nota 100L búrið fyrir parið sem að ég er með núna, leyfa þeim að hrygna, ala upp seiðin og kaupa nokkra albino long-fin, svona 5 kannski, hafði þá hugsað mér að hafa 1 long fin par og allavega 1 fisk til að rækta á móti venjulegum brúnum ankistrum.
Það eina er að vona að Long fin hafi ríkjandi gen.
400L Ameríkusíkliður o.fl.
Post Reply