Veikur fiskur
Moderators: Elma, Vargur, Andri Pogo, keli
Veikur fiskur
Sæl kæra fiskafólk,
Ég er með 60l búr með gullbörbum og cherrybörbum, tveim litlum vatnafroskum og tveim ryksugufiskum sem ég man ekki hvað heita.
Við erum búin að vera með búrið síðan í lok ágúst og hefur allt gengið vel hingað til, en ég var pínu stressuð yfir vatnsgæðum og slíku í byrjun.
Ég tók svo eftir því í gær að einn cherry barbinn hegðaði sér mjög furðulega, synti nálægt botninum og hreinlega lagðist á botninn svo að ég hélt nokkrum sinnum að hann væri dáinn. Ég gerði strax um 50% vatnsskipti ef þetta hefði eitthvað með vatnsgæðin að gera þar sem ég var allt í einu ekki alveg viss hvenær ég gerði þau síðast. Hef aðeins misreiknað mig þar sem ég hefði átt að gera þau í kringum síðustu helgi miðað við að gera skipti á um 2 vikna fresti. Ég hafði samt mælt vatnið með strimli deginum áður eða þar áður og það var allt í lagi þá.
Nú allavega litla greyið hefur ekki breytt hegðun sinni mikið eftir þessi skipti og hinir virðast allir hressir og fínir. Ég hélt nú aftur að þessi væri dauður í morgun, þá bara lá hann á botninum, svo þegar ég ætlaði að fara að ná honum upp var hann horfinn. Þegar ég færði til rót kom hann í ljós og var þá að synda aðeins um, samt af litlum mætti og mjög nálægt botni.
Nú finnst mér mjög líklegt að hann verði búinn að ljúka sínu lífi þegar ég kem heim í dag, en er aðallega að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið einhver veiki eða hvort að þetta sé bara mér að kenna vegna vatnsgæða! :p Þarf allavega að passa að setja þau skýrt inn á dagatal í framtíðinni til vara. En hverju ætti ég að fylgjast með hjá hinum fiskunum ef þetta er einhver veiki? Og ef þessi verður ennþá á lífi en hegðar sér eins þegar ég kem heim, er þá eitthvað sem ég get gert??
Takk kærlega,
Óörugg fiskamamma
Ég er með 60l búr með gullbörbum og cherrybörbum, tveim litlum vatnafroskum og tveim ryksugufiskum sem ég man ekki hvað heita.
Við erum búin að vera með búrið síðan í lok ágúst og hefur allt gengið vel hingað til, en ég var pínu stressuð yfir vatnsgæðum og slíku í byrjun.
Ég tók svo eftir því í gær að einn cherry barbinn hegðaði sér mjög furðulega, synti nálægt botninum og hreinlega lagðist á botninn svo að ég hélt nokkrum sinnum að hann væri dáinn. Ég gerði strax um 50% vatnsskipti ef þetta hefði eitthvað með vatnsgæðin að gera þar sem ég var allt í einu ekki alveg viss hvenær ég gerði þau síðast. Hef aðeins misreiknað mig þar sem ég hefði átt að gera þau í kringum síðustu helgi miðað við að gera skipti á um 2 vikna fresti. Ég hafði samt mælt vatnið með strimli deginum áður eða þar áður og það var allt í lagi þá.
Nú allavega litla greyið hefur ekki breytt hegðun sinni mikið eftir þessi skipti og hinir virðast allir hressir og fínir. Ég hélt nú aftur að þessi væri dauður í morgun, þá bara lá hann á botninum, svo þegar ég ætlaði að fara að ná honum upp var hann horfinn. Þegar ég færði til rót kom hann í ljós og var þá að synda aðeins um, samt af litlum mætti og mjög nálægt botni.
Nú finnst mér mjög líklegt að hann verði búinn að ljúka sínu lífi þegar ég kem heim í dag, en er aðallega að velta fyrir mér hvort þetta gæti verið einhver veiki eða hvort að þetta sé bara mér að kenna vegna vatnsgæða! :p Þarf allavega að passa að setja þau skýrt inn á dagatal í framtíðinni til vara. En hverju ætti ég að fylgjast með hjá hinum fiskunum ef þetta er einhver veiki? Og ef þessi verður ennþá á lífi en hegðar sér eins þegar ég kem heim, er þá eitthvað sem ég get gert??
Takk kærlega,
Óörugg fiskamamma
Það er ekkert óalgengt að einn fiskur sýni einhvern slappleika og drepist. Ef aðrir fiskar í búrinu eru eðlilegir og vatnsgæði og annað er í lagi þá er óþarfi að vera með áhyggjur.
Ég mæli samt með að veika fisknum sé fargað sem fyrst ef um sjúkdóm skyldi vera að ræða til minka líkurnar á að hann berist í aðra fiska.
Ég mæli samt með að veika fisknum sé fargað sem fyrst ef um sjúkdóm skyldi vera að ræða til minka líkurnar á að hann berist í aðra fiska.
klárlega, fiskum er sjaldnast bjargað þegar þeir eru orðnir svona slappir. Þú gerir honum bara greiða með því að stytta þetta fyrir honum, fínt að setja í plastpoka og berja honum í borðið, þá slokkna ljósin nokkuð hratt.
Slæmt að láta veika fiska drepast í búrum eins og Vargurinn benti á, þá aukast líkurnar á því að það sem var að angra þá smitist í fleiri fiska.
Slæmt að láta veika fiska drepast í búrum eins og Vargurinn benti á, þá aukast líkurnar á því að það sem var að angra þá smitist í fleiri fiska.
Ég hef yfirleitt tekið veika/dauðvona fiska upp með háf og slegið þá í hausinn með einhverju.. örugglega fljótlegri leið, en þessi poka aðferð Það væri eitthvað furðulegt ef ég myndi sjá einhvern laxveiðimann, stynga lax í ruslapoka og slá honum utan í allt þá held ég að smá högg á hausinn sé betra og fljótlegra..
Elma
--------------------------------
1x125L og 1x350L
--------------------------------
1x125L og 1x350L
- Agnes Helga
- Posts: 1580
- Joined: 18 Nov 2006, 14:05
Takk fyrir svörin. Litla greyið er farinn í síðustu "sundferðina" út í sjó. 5 ára eigandi var svo bara nokkuð rólegur yfir þessu öllu saman. Reyndar fékk hann nú reyndar ekki að vita að það hefði aðeins þurft að hjálpa fiskinum að deyja, mér fannst það óþarfi...
Hinir eru enn í stuði og sjálfum sér líkir svo við vonum það besta...
Hinir eru enn í stuði og sjálfum sér líkir svo við vonum það besta...